-Auglýsing-

Sjónvarpsgláp getur aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum seinna á lífsleiðinni

SjónvarpsglápSjálfsagt eru allir meðvitaðir um að það er ekki gott fyrir heilsuna að vera sófadýr –jafnvel ungt fólk á fertugsaldri sem horfir á nokkra af sínum uppáhaldsþáttum á kvöldin gæti verið að leggja inn fyrir heilsufarsvandamálum í framtíðinni, frá þessu er sagt í Mail Online.

Hollenskir vísindamenn hafa fundið út að því lengri tíma sem ungt fólk eyðir fyrir frama sjónvarpsskjáinn, því stífari verða æðarnar –merki um líkur á hjartasjúkdóm í framtíðinni. Það er talið að fólk sem eyðir miklum tíma fyrir framan sjónvarpið sé ólíklegra til að standa upp og vera líkamlega virkt yfir daginn, sem síðan leiðir til margs konar vandamála sem tengjast kyrrsetu-lífsstíl. Áhyggjuefnið er að neikvæð áhrif þess að sitja og horfa á sjónvarp virðast ekki ganga til baka með því að stunda líkamsæfingar, bæta vísindamennirnir við.

Fyrri rannsóknir hafa tengt sjónvarpsáhorf við aukna líkamsþyngd, hækkunar á kólesteróli og blóðþrýstingi og síðast en ekki síst aukinni hættu á sykursýki, að því er vísindamennirnir segja frá í British Journal of Sports Medicine.

Í þessari nýju rannsókn vildu vísindamenn kanna hvort fyrstu merki um skemmdir af völdum of lítillar virkni væri greinanleg hjá yngra fólki. Notuðu voru gögn frá 373 konum og körlum, sem fylltu út spurningalista um sjónvarpsvenjur sínar, hreyfingu og aðrar venjur þegar þau voru 32 ár og svo aftur þegar þau voru 36 ára. Þegar þátttakendur voru 36 ára fóru þeir einnig í ómskoðun þar sem mældur var stífleiki nokkurra helstu slagæða í líkamanum.

Rannsakendur komust að því að þeir sem voru með stífastar hálsslagæðarnar – sem senda súrefnisríkt blóð til höfuðsins – eyddu að meðaltali um 20 mínútum lengri tíma á dag í að horfa á sjónvarpið, en þeir sem voru með teygjanlegustu hálsslagæðarnar. Svipaðar niðurstöður fengust þegar stífleiki slagæða í lærlegg var skoðaður.

„Sú staðreynd að slagæðar þínar eru ekki nægjanlega eftirgefanlegar spáir fyrir um að þú þróir hugsanlega með þér háþrýsting og hjarta og æðasjúkdóma á efri árum,“ segir Dr. Isabel Ferreira sóttvarnalæknir við Maastricht Háskólann í Hollandi.

- Auglýsing-

Hún bætti við að, „krítíski punkturinn“ var áhorf í um tvær klukkustundir á dag, sitjandi. Það er í samræmi við gildandi tilmæli American Academy fyrir hámarkstíma fyrir framan sjónvarpsskjá hjá börnum.

Það sem meira er, neikvæð áhrif kyrrsetunnar virtust ekki breytast þrátt fyrir hreyfingu. „Það er athyglisvert að jafnvel þó viðkomandi stundi líkamlega hreyfingu … virðist það ekki leiðrétta slæm áhrif kyrrsetunnar,“ segir Dr. Ferreira.
„Til að orða þetta með einföldum hætti, verið virk,“ bætti hún við. „Og því til viðbótar, eyddu ekki meira en tveimur klukkustundum á dag fyrir framan sjónvarpið þitt eða tölvuna.“

Dr. Joel Stager, prófessor við Indiana University – Bloomington School of Public Health, sagði Reuters Health að þeir sem væru með stífari slagæðar muni ekki eiga í vandamálum nú þegar, en þetta eykur áhættuna síðar á lífsleiðinni.
„Til að vera algjörlega hreinskilinn um þetta tiltekna mál, þá er þetta meira tenging við hugsanleg vandamál í framtíðinni,“ sagði hann.

„Með öðrum orðum , Þetta spáir fyrir um hugsanlega hjarta og æðasjúkdóma við enda götunnar.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-