-Auglýsing-

Sjómanni dæmdar tryggingabætur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra, þess efnis að Líftryggingafélag skuli greiða sjómanni 4 milljónir króna vegna kransæðastíflu sem hann fékk og var tryggður fyrir.

Maðurinn var á sjó í Flæmska hattinum sumarið 2004, þegar hann fann fyrst fyrir verkjum. Hann tók sprengitöflur og leitaði læknis þegar heim var komið. Hann var greindur með kransæðastíflu, sem hann var taldi sig vera tryggðan fyrir. Tryggingafélag hans taldi hins vegar að einkenni, sem fylgdu kransæðastíflunni, uppfylltu ekki kröfur í tryggingarskilmála.

-Auglýsing-

Óumdeilt virðist af dóminum, þar sem vísað er til álitsgerða fjögurra lækna; að maðurinn hafi fengið hjartaáfall, og að hjartvöðvi hans hafi skemmst. Í tryggingaskilmála varðandi kransæðastíflu, segir hins vegar að tryggingin gildi aðeins, ef nýjar breytingar verði á hjartalínuriti, dæmigerðir hjartkveisuverkir komi fram og hjartaensím hækki. Þessi einkenni komu ekki fram eða ekki nógu skýrlega, að mati tryggingafélagsins og Úrskurðarnefndar í tryggingamálum. Manninum var því synjað um bæturnar. Hann fór því í mál.

 Héraðsdómur taldi að maðurinn hefði ekki einasta fengið kransæðastíflu; heldur hefðu veikindunum fylgt öll einkennin þrjú. Tryggingafélagið var því dæmt til að borga manninum fjögurra milljóna króna bætur, samkvæmt keyptri tryggingu. Þennan dóm hefur Hæstiréttur nú staðfest. Tryggingafélagið fékk dómkvadda hjartalækna til að fara yfir málið og leggja álit fyrir Hæstarétt, sem segir í dómi sínum að raski ekki þeim rökum, sem færð voru fyrir niðurstöðu héraðsdóms, sem þar með var staðfestur.

www.ruv.is 01.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-