-Auglýsing-

Samningar takast við hjartalækna

“Þetta hefur fyrst og fremst verið erfitt fyrir sjúklingana,” segir Þórarinn Guðnason, formaður Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna, en samningar tókust milli hjartalækna og samninganefndar heilbrigðisráðherra í gær. Hjartalæknar höfðu verið utan samninga í ríflega tvö ár.

Eftir samningsslitin var tekið upp tilvísanakerfi sem Þórarinn segir hafa haft í för með sér töluverð vandkvæði fyrir sjúklinga. Því sé fagnaðarefni að loks hafi tekist að ganga frá þessum málum. “Vinnubrögðin sem samninganefnd hefur sýnt í þessu máli hafa verið fagleg og vönduð og útgangspunkturinn hefur verið að taka tillit til þjónustuþarfar hjartasjúklinga. Sú var ekki raunin fyrir tveimur árum og því sáum við þá engan annan kost í stöðunni en að segja okkur frá samningum,” segir Þórarinn.

Meðal þess sem nýr samningur felur í sér er að nú gilda á ný sömu reglur um greiðslur fyrir komur til hjartalækna og fyrir komur til annarra sérfræðilækna og því þurfa hjartasjúklingar ekki lengur að hafa tilvísanir frá heimilislæknum til að geta sótt endurgreiðslur frá Tryggingastofnun. Samningurinn gildir til árins 2010 og er markmið hans að tryggja bætta þjónustu við hjartasjúklinga. Jafnframt er miðað að því að draga úr álagi og kostnaði heilsugæslustöðva og sjúklinga vegna afnáms tilvísunarskyldunnar. – kdk

Fréttablaðið 04.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-