-Auglýsing-

Sambland ólífuolíu og salats ástæða heilsufarslegs ávinnings Miðjarðarhafsmataræðisins

SalatRannsókn á músum hefur leitt í ljós hvers vegna Miðjarðarhafsmataræðið er hollt. Rannsóknina þarf þó að endurtaka á mönnum og athuga hvort sömu niðurstöður koma fram það, en niðurstöður þessarar rannsóknar eru engu að síðu athyglisverðar.

Samkvæmt vísindamönnum þá er það samsetning ólífuolíu og salats eða grænmetis sem er ástæðan fyrir því hversu hollt Miðjarðarhafsmataræðið er.

Þegar ólífuolía og grænmeti/salat koma saman þá myndast nítró fitusýrir sem hafa lækkandi áhrif á blóðþrýstingin, sögðu vísindamenn í samtali við PNAS tímaritið.

Rannsóknin var gerð á músum og gefur til kynna að mettaða fitan í ólífuolíu blandist á góðan hátt við nítrat í grænmeti. Hnetur og avókado ættu einnig að skila sama árangri.

Miðjarðarhafsmataræðið fær innblástur sinn frá löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu og hefur lengi verið tengt við góða heilsu og góða hjartaheilsu.

Mataræðið samanstendur af miklu magni af grænmeti, ferskum ávöxtum, grófu korni, ólífuolíu og hnetum, sem og kjúkling og fisk. Þetta er borðað frekar en rautt kjöt og smjör eða dýrafita.

- Auglýsing-

Þrátt fyrir að hver þáttur mataræðisins sé með þekktann heilsufarslegann ávinning, þá hafa vísindamenn verið í vandræðum með að segja nákvæmlega til um af hverju mataræðið er svona heilsusamlegt.

Efnabreytingar

Prófessor Phillip Eaton við King‘s College í London og félagar hans við Háskólann í Kaliforníu trúa því að það sé samruni fæðutegundanna sem mataræðið inniheldur sem búi til þessar nítró fitusýrur.

Í rannsókninni, sem var að hluta til styrkt af Bresku Hjartasamtökunum, þá notuðu þeir erfðabreyttar mýs til þess að skoða hvaða áhrif nítró fitusýrur hafa á líkamann.

Nítró fitusýrur hjálpa til við að lækka blóðþrýstinginn með því að blokka ensím sem kallast epoxide hydroalse.

Prófessor Eaton segir að manneskjur hafi þetta sama ensím í líkamanum svo þeir halda að það sama eigi sér stað í mönnum. Hann segir að þetta sé líklega ástæðan fyrir því að miðjarðarhafsmataræðið sé svona heilsusamlegt, þrátt fyrir að innihalda fitu.

Hann segir að með fitunum sem finna megi í mataræðinu og nitrates eða nitrites, þá verði efnabreyting og þannig myndist nítró fitusýrur. Hann telur þetta vera náttúrulegann varnarmekanisma sem hægt sé að nýta til að búa til lyf við of háum blóðþrýstingi og koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Rannsóknir á mönnum eru áætlaðar á næstunni.

Dr Sanjay Thakrar hjá Bresku Hjartasamtökunum segir þessa athyglisverðu rannsókn útskýra hvers vegna Miðjarðarhafsmataræðið er gott fyrir hjartaheilsuna. Hún segir niðurstöðurnar sýna hvernig ákveðið efni getur unnið gegn of háum blóðþrýstingi, sem er stór áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma. Hún leggur þó áherslu á að fleiri rannsókna sé þörf þar sem þessi rannsókn hafi verið gerð á músum og að þetta ákveðna efni geti einnig verið að virka á annan hátt.

- Auglýsing -

Þýtt og endursagt af vefsíðu BBC Health.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-