-Auglýsing-

Sætuefnið aspartam skaðlaust

KóladrykkurÍ gær bárust af því fregnir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefði birt áhættumat á sætuefninu aspartam að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Þetta er fyrsta heildstæða áhættumatið sem þessi stofnun gerir á aspartami. Niðurstaða áhættumatsins er að aspartam og niðurbrotsefni þess eru örugg í því magni sem fólk neytir þess með fæðu. EFSA hefur lagt mat á allar fáanlegar vísindarannsóknir á aspartami og niðurbrotsefnum þess, bæði á mönnum og dýrum.

Við áhættumatið var þeirri tilgátu hafnað að aspartam geti valdið skemmdum á genum eða ýtt undir krabbamein. Einnig var það niðurstaða stofnunarinnar að aspartam skaði ekki heila né taugakerfi og hafi ekki áhrif á hegðun eða atferli barna eða fullorðinna.

Niðurbrotsefni aspartams

Aspartam brotnar mjög hratt niður í líkamanum og hugsanleg áhrif í líkamanum stafa því af niðurbrotsefnunum þremur, þ.e. aspartínsýru, fenýlalaníni eða metanóli. Matvælaöryggisstofnunin skoðaði mögulega hættu frá þessum niðurbrotsefnum og var niðurstaðan sú að engin hætta stafi af þeim í því magni sem neytendur fá í sig.

Umræðan athyglisverð

- Auglýsing-

Þetta þóttu mér gleðileg tíðindi þar sem töluvert er um það á þessu heimili að neytt sé ýmissa drykkja sem innihalda einmitt umrætt sætuefni.

En Það er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum í fjölmiðlum þar sem sitt sýnist hverjum um þessar niðurstöður og sumir finna þeim flest til foráttu og velta því fyrir sér hver hafi greitt fyrir þessa niðurstöðu.

En hvernig er það, eigum við ekki að fagna því þegar traustir aðilar koma með niðurstöður sem slá út af boðinu þær efasemdir sem margir hafa haft varðandi viðkomandi sætuefni? Hvað er nóg?

Nú er ég ekki sérfræðingur en ég fagna því að sérfræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ég geti haldið áfram að nýta mér eiginleika sætuefnisins án þess að hafa áhyggjur að því að það muni valda mér stórkostlegum skaða eins og svo margoft hefur verið klifað á.

Alla vega get ég létt því fargi af mínu hjarta, um stund í það minnsta.

Ritstjóri

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-