-Auglýsing-

Resveratol í rauðvíni og dökku súkkulaði hefur ekki verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum en ekki er öll von úti ennþá

RauðvínÞví hefur oft verið haldið fram að andoxunarefnið resveratrol sem finna má í rauðvíni, dökku súkkulaði og berjum, hafi verndandi áhrif fyrir hjartað og jafnvel gegn krabbameini. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það virðist ekki vera þetta ákveðna efni sem hefur þennan ávinning. en ekki er öll von úti, í rauðvíni, súkkulaði og berjum eru önnur efni sem minnka bólgur og líkur á að sú verkun efnana verndi hjartað. 

Í nýrri rannsókn kemur fram að fólk sem borðar mataræði sem inniheldur mikið af andorxunarefninu resveratrol, sem finnst í rauðvíni, dökkusúkkulaði og berjum, lifir ekki lengur né er í minni hættu á að fá hjartasjúkdóm eða krabbamein heldur en þeir sem innbyrgðu minna af andoxunarefninu.

-Auglýsing-

Rannsókn birtist í í JAMA Internal Medicine og gefa niðurstöðurnar til kynna að resveratrol sé ekki svarið við hinni svokölluðu „frönsku þversögn“, þar sem lágt hlutfall hjartasjúkdóma kom fram hjá fólki sem borðaði mataræði sem innihélt mikið af mettaðri fitu og háu kólestróli í Frakklandi.

Megin rannsakandinn Dr. Richard D. Semba, prófessor í augnlæknisfræði við John Hopkins Læknaháskólann í Baltimore segir að margir hafi rekið þessa „frönsku þversögn“ til þess að einstaklingarnir innbyrgðu reglulega efnið resveratrol og önnur efni sem kallast „polyphenols“ og finnast í rauðvíni.

Dr. Semba er hluti af alþjóðlegu teymi rannsakenda sem hefur í 15 ár skoðað áhrif þess að eldast á hóp fólks sem býr á Chianti svæði Ítalíu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 783 einstaklingar á aldrinum 65 ára og skoðaði myndefni resveratrol í þvagi yfir 24 klukkustundir.

Eftir að hafa stjórnað fyrir þáttum eins og kyni og aldri þá leiddu niðurstöður í ljós að þeir sem voru með mestan styrk myndefnis resveratrols í þvaginu voru ekkert ólíklegri til að hafa látist heldur en þeir sem voru ekki með neitt resveratrol í þvagi.

- Auglýsing-

Dr. Semba vill meina að resveratrol sé eitt af þeim fyrirbærum þar sem mikið er búið að gera úr heilsufarslegum ávinningi einhvers sem stenst svo ekki. Því hafi verið haldið fram að ákveðinn matur sé góður fyrir fólk því hann innihélt resveratrol, en hann segir að það sé ekki það sem rannsóknin leiddi í ljós.

Hann segir aftur á móti að rannsóknir hafi sýnt að það að drekka rauðvín og borða dökkt súkkulaði og ber geti minnkað bólgur hjá sumu fólki og haft þannig verndandi áhrif á hjartað. Hann vill því meina að þessi heilsufarslegi ávinningur, sé hann til staðar, hljóti að koma úr öðrum polyphenols efnum eða öðrum efnum í þessum mat. Rannsóknin leiddi allavega í ljós að þessi ávinningur er ekki sökum resveratrol.

Þýtt og endursagt af vefsíðu UPI.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-