-Auglýsing-

Reiði yfirmanna vegna leka aðvörunarbréfs.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar ríkir mikil reiði meðal yfirmanna Landspítalans vegna þess að aðvörunarbréf starfsmanna bráðadeildar spítalans lak í fjölmiðla. Í bréfinu er lýst áhyggjum starfsfólks og lækna yfir óvenju miklu vinnuálagi sem fólk óttast að geti leitt til alvarlegra mistaka fyrr en síðar.

Eyjan greindi frá málinu í gær en með sameiningu bráðadeilda spítalans hefur álag á starfsfólk aukist stórum og er nú svo komið að stöku starfsmenn kvíða vinnudeginum sökum hættunar á mistökum vegna þreytu. Hefur fólk þurft að vinna töluvert framyfir sinn hefðbundna vinnutíma sem þó er mjög langur og stöku starfsmenn stokkið fyrirvaralaust milli deilda eftir þörfum.

Vildu starfsmenn með bréfinu opna augu yfirmanna fyrir málinu en í stað skilnings hafa yfirmenn tekið þessu afar illa og ganga nú hótanir um áminningar samkvæmt heimildum Eyjunnar. Er hafin rannsókn á hvernig bréf það er um ræðir komst í hendur fjölmiðla. Þykir það lítt fallið til að bæta ástandið og er þvert á það sem starfsfólkið sem bréfið sendi óskaði eftir.

www.eyjan.is 16.04.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-