-Auglýsing-

Rannsóknir Hjartaverndar kynntar í Háskóla Íslands

Þriðjudaginn þann 6. janúar sl. lauk fjórtándu ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Ráðstefnan stóð yfir í 2 daga og var haldin á vegum læknadeildar, tannlæknadeildar, lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar, námsbrauta í sjúkraþjálfun, og geisla- og lífeindafræði, matvæla- og næringarfræðideildar og sálfræðideildar, Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands.

Að venju var ráðstefnan vel sótt og fjölmargir vísindamenn kynntu niðurstöður rannsókna sinna hvort sem var með erindum eða á veggspjöldum.
Skemmst er frá því að segja að ráðstefnan tókst einstaklega vel og var þáttur Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar umtalsverður, hvort sem um var að ræða kynningar á eigin rannsóknum eða í samstarfi við erlenda og íslenska vísindamenn og rannsóknarstofnanir. Haldin voru 15 erindi eða kynningar á veggspjöldum á rannsóknum sem byggja á gögnum Hjartaverndar á sviði læknisfræði, geislafræði, sálfræði, öldrunarfræði og lífeðlisfræði svo dæmi séu tekin.
Þetta ber hinu öfluga vísindastarfi Hjartaverndar góðan vitnisburð, vísindastarfi sem er á heimsmælikvarða á sviði faralds-, erfða- og geislafræði. Þetta öfluga rannsóknarstarf endurspeglar hið frábæra starfsfólki sem stofnunin hefur á að skipa en ekki síður þann velvilja sem Hjartavernd nýtur meðal íslensku þjóðarinna sem kemur fram í því að Íslendingar eru einstaklega viljugir að taka þátt í rannsóknum okkar.

Starfsfólk Hjartaverndar mun á nýju ári halda ötult áfram sínu öfluga vísindastarfi, greinaskrifum ásamt kynningum og fyrirlestrum á erlendum jafnt sem innlendum vettvangi.

www.hjarta.is 12.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-