-Auglýsing-

Óskaði þess stundum að vera í hjólastól

544367 10200189659295729 184457747 nKjartan Birgisson fékk nýtt hjarta árið 2010. Fram að hjartaskiptum er fimmtíu ára löng saga en hann fæddist með tvöfaldan hjartagalla, með bilaða hjartaloku og gat á milli hólfa. Í æsku var hann því undir stöðugu eftirliti lækna sem fylgdust grannt með honum en biðu eins lengi og hægt var með að senda hann í aðgerð. Það var ekki gert fyrr en hann var orðinn sextán ára og hjartað talið fullvaxið því vonir stóðu til að hann þyrfti þá ekki að fara í nema eina aðgerð. Strax á fyrsta árinu þurfti Kjartan þó að fara í aðra aðgerð.

Framan af reyndi Kjartan að lifa lífinu án þess að láta hjartagallann hafa áhrif á sig. Hann hugsaði lítið sem ekkert um veikindin og leit aldrei á sjálfan sig sem sjúkling. Árið 1981 fékk Kjaran sýkingu í hjartað og fór þá í þriðju aðgerðina. Árið 2005 fékk hann svo hjartastopp og þá var ísettur bjargráður sem bjargaði lífi hans tvisvar út úr hjartastoppi. Eftir það fór að halla undan fæti og þrekið fór þverrandi.

Þremur árum síðar gafst hann endanlega upp á að reyna að vinna og hætti því. „Það var ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið en ég var orðinn svo þreklaus að ég vann í fjóra tíma og svaf það sem eftir lifði dags,“ segir Kjartan en veikindin sáust ekki utan á honum og stundum var það erfitt. „Stundum óskaði ég þess að ég væri í hjólastól svo fólk skildi hvað ég væri orðinn lasinn. Fólk tók ekkert endilega mark á því og þótt ég hafi almennt fengið mikinn skilning voru alltaf einstaklingar inni á milli sem héldu að þetta væri bara aumingjaskapur. Það skildi ekki af hverju ég treysti mér ekki til að vera í vinnu þegar ég gat farið hringinn í golfi. Fólki fannst það skrýtið.

Á móti má spyrja hvort lífið eigi bara að vera vinna. Er eðlilegt að vinna fjóra tíma og sofa í tuttugu tíma á sólarhring? Mér fannst það ekki, mér fannst eðlilegra að ég fengi að njóta þessara fjögurra tíma fyrir mig heldur að ég eyddi þeim öllum í vinnu.“

www.dv.is  17.03.02013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-