-Auglýsing-

Öruggari meðferð hjartasjúklinga á Norðurlandi

img_0573Nær allir sjúklingar á Norðurlandi með brátt hjartadrep fá aukna lyfjameðferð við greiningu, vegna langs ferðatíma. Aðeins fjórðungur slíkra sjúklinga á Suðurlandi fær aukna lyfjameðferð, en þrír fjórðu eru lengur á leiðinni í sjúkrahús en miðað er við en þetta kemur fram á vef Rúv.is.

Framkvæmdastjóri lækninga stefnir á að breyta skipulagi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um páska. Í nýlegri rannsókn 6 lækna sem sagt er frá í Læknablaðinu og Fréttastofan hefur fjallað um kemur fram mikill munur á meðferð sjúklinga með alvarlega kransæðastíflu, svonefnt brátt hjartadrep með ST-hækkunum. Á árunum 2011 og 2012 fengu nær allir sjúklingar norðanlands aukna lyfjagjöf sem fyrstu meðferð. Aðeins fjórðungur slíkra sjúklinga á Suðurlandi fékk þessa meðferð, en þrír fjórðu eru lengur á leiðinni á sjúkrahús en miðað er við. Í niðurstöðum læknanna 6 kemur skýrt fram að betrumbæta megi meðferð sjúklinganna á Suðurlandi.

„Tilefni til að endurskoða ferlið”
„Þetta gefur tilefni til að endurskoða allt ferlið á Suðurlandi, segir Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. „Það er náttúrulega aðeins öðruvísi á Suðurlandinu en á Norðurlandinu, því að hluti Sunnlendinga er innan þessara marka til að geta farið beint í hjartaþræðingu og æðavíkkun”. Hann segir að vissulega sé aukinni lyfjagjöf beitt á Suðurlandi. En fleiri sjúklingar séu utan tímamarka en talið var.

Breytingar sem fyrst
Hjörtur segir að flutningstími verði skilgreindur aftur og ný viðmið sett. Greinist brátt hjartadrep með ST-hækkunum verði reglan að gefa svonefnd segaleysandi lyf á vettvangi, sé flutningstími yfir mörkum. Þetta kerfi verði sett á svo fljótt sem verða megi. „Það verður vonandi á allra næstu mánuðum, það þarf að klára þessar leiðbeiningar og svo þarf náttúrulega að innleiða þetta og þjálfa fólk þannig að þetta verður vonandi komið svona, já í kringum páskaleytið”.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-