-Auglýsing-

Óheft neysla mettaðrar fitu er ekki góð fyrir hjartað en mataræði í jafnvægi er það aftur á móti

MAtaræði í jafnvægiJeremy Pearson er sérfræðingur hjá Bresku Hjartasamtökunum. Í síðustu viku birtist ný viðamikil rannsókn þar sem niðurstöður voru þær helstar að mettuð fitu væri ekki sérstaklega skaðleg fyrir hjartað eins og haldið hefur verið fram.

Jeremy Pearson sagði þó að ekki væri ástæða til að breyta þeim næringarviðmiðum sem nú eru í gildi um að neyta skuli mettaðrar fitu í hófi. Hann sagði að til þess þyrfti fleiri rannsóknir. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi viðbrögð. Jeremy skrifaði grein í The Guardian þar sem hann útskýrir afstöðu sína og Bresku Hjartasamtakana. Hér er þýðing á grein hans.

-Auglýsing-

Í síðustu viku þá var okkur öllum gefinn laus taumur til að borða eins mikið af mettaðri fitu og við viljum. Niðurstöður rannsóknar sem birtist í the Annals of Internal Medicine gaf til kynna að lítið af gögnum styðji núverandi næringarviðmið um það hvaða fitur er best að forðast til að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Það er allavega þannig sem margir túlkuðu niðurstöður rannsóknarinnar, sem við hjá Bresku Hjartasamtökunum hjálpuðum til við að fjármagna. Því var lýst sem „flumbrugangi“ af okkur hjá samtökunum að víkja ekki frá fyrri ráðleggingjum okkar.

En áður en þið ákveðið að borða rjómakökur í öll mál eða tvöfalda smjörið á rista brauðinu, þá þurfa ákveðnir hlutir að komast á hreint.

Við skulum byrja á viðmiðunum. Þetta eru alþjóðleg viðmið, sett fram af heilbrigðisyfirvöldum og byggð á samhljóða niðurstöðum tiltækra rannsókna á þeim tímapunkti, svo viðmiðin breytast auðvitað með tímanum. Rannsóknir á mataræði eru yfirleitt ekki einfaldar og því ekki sjálfsagt að breyta viðmiðunum á einni nóttu sökum niðurstaðna í einni rannsókn. Í þessu tilfelli þá eru Cambridge niðurstöðurnar ekki nægar til þess að viðmiðunum sé breytt, þó rannsóknin sé yfirgripsmikil og vel útfærð. Við þurfum frekari rannsóknir á þessu efni og þurfum að skoða allar niðurstöður ásamt gögnum en ekki horfa bara til stakra birtra rannsókna.

Það er óvissa hvað varðar þetta viðfangsefni en við horfum ekki framhjá því – við styrktum þessa rannsókn og viljum sjá frekari rannsóknir til að líklegra sé að við fáum sem réttasta svarið í stað þess að hoppa á niðurstöðu sem reynst gæti röng.

- Auglýsing-

Gott dæmi um það hvernig viðmiðin hafa breyst sem svar við nýrri rannsóknum eru ráðleggingar um það að borða egg. Hér áður var ráðleggingin sú að takmarka hversu mörg egg við borðuðum, þá var haldið að egg hækkuðu kólesteról og myndu þannig auka hættuna á hjartasjúkdómum. En þessi ráðlegging hefur breyst þar sem nýrri rannsóknir hafa sýnt að eggin eru ekki vandamálið. Við vorum að horfa á rangan hluta af mataræði fólks, það voru ekki eggin sjálf sem voru vandamálið heldur hvað var borðað með þeim og hvernig þau voru elduð, til dæmis upp úr mettaðri beikonfitu.

Það er til mikið magn af niðurstöðum sem sýna fram á að það að borða of mikla mettaða fitu hækkar kólesterólið, en við vitum að það eykur líkurnar á því að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þessi nýja rannsókn breytir því ekki en sýnir að það er augljóslega margt sem við eigum eftir að komast að og skilja. Það getur verið að með frekari rannsóknum á áhrifum mismunandi fitusýra í mettuðum og ómettuðum fitum þá komumst við að því að sumar séu heilsusamlegri fyrir hjartað eða ekki eins slæmar og áður var haldið. En þessi rannsókn segir samt sem áður ekki að mettuð fita sé góð fyrir hjartaheilsuna; hún segir aðeins að það geti verið að hún sé ekki eins slæm og við höfum haldið.

Meginatriðið sem ég vil koma að – sem flokkast ekki sem „flumbrugangur“, er að þessi mikli fókus á eitt næringarefni, hvort sem það er mettuð fita, sykur, salt eða eitthvað annað, er ekki hjálplegur. Við borðum ekki stök næringarefni – við borðum mat, máltíðir og mataræði sem inniheldur mörg næringarefni sem geta öll haft áhrif á hættu okkar á hjartasjúkdómum. Þegar kemur að mataræði sem hjálpar hjartaheilsunni, þá er það heildin sem við ættum að einblína á.

Miðjarðarhafsmataræðið er talið tengjast minnkaðri hættu á kransæðasjúkdómum, offitu og sykursýki 2. Þar er verið að tala um nálgun út frá ákveðnu mataræði, fitur sem eru aðallega ómettaðar sem og mikið af ávöxtum, grænmeti og fiski en minna af sykruðum og feitum veitingum. Þetta mataræði er lágt í mettaðri fitu, en ávinningur þess virðist ekki koma út af einum ákveðnum þætti heldur vegna samspils þessara þátta.

Að lokum, þá er mikilvægt að við höldum áfram að ýta á ríkisstjórnir og matvælaframleiðendur til að gera meira til að hjálpa fólki að velja hollu kostina í mat og drykk. Við viljum sjá verksmiðjuframleiddann mat vel merktann, en ýmsar herferðir hafa áður náð árangri hvað þetta varðar. Þetta myndi hjálpa til við að takast á við baráttunni gegn því að matur innihaldi of mikinn sykur og of mikið salt, sem og fitur. Í síðustu viku voru Bresku Hjartasamtökin framarlega í því að stofna bandaleg sem kallar eftir takmörkunum á að skyndibiti sé markaðssettur fyrir börn.

Okkar ráðleggingar eru vel ígrundaðar og það er reglulega farið yfir þær. Þær eru byggðar á vel ígrunduðum rannsóknum, sem eru styrktar af okkur sem og öðrum. Byggt á þessum nýju niðurstöðum þá viljum við ekki gefa ráðleggingar sem gefa fólki lausan tauminn þegar kemur að mettaðri fitu. Sannleikurinn er sá að offita er að aukast og hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá helsta dánarorsök í hinum vestræna heimi. Ein af okkar baráttum er að gefa fólki upplýsingum og ráðleggingar sem það þarf til að borða heilsusamlegt mataræði sem er gott fyrir hjartað.

Þýtt og endursagt af The Guardian.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-