-Auglýsing-

Öryggi sjúklinga í öndvegi á Landspítala

LandspítaliÁ ársfundi Landspítalans sem haldinn var á hótel Nordica í gær var ánægjulegt að heyra áherslu stjórnenda á öryggi sjúklinga. Hafandi fylgst með umræðunni síðasta áratug finnst mér kveða við nýjan tón. Teymi stjórnenda hefur breyst á allra síðustu árum og sýn þeirra sem nú stýra skútunni er skýr hvað það varðar að setja öryggi sjúklinga í öndvegi.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir langtímaverkefni spítalans snúast um að efla öryggismenningu og bæta gæðastarf.

„Það nýja í þróun heilbrigðisþjónustu er að leggja sérstaka áherslu á öryggi sjúklinga. Með því að draga úr breytileika í þjónustu og auka öryggismenningu á meðal starfsfólks er hægt að bæta öryggi margfalt á heilbrigðisstofnunum,“ sagði Páll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins.

„Stærsti hlutinn af því verkefni er síðan að bæta húsakost og tækjabúnað. Þessi ársfundur gengur [gekk] að miklu leyti út á það hvers vegna við teljum að bætt öryggi og bættur húsakostur séu nátengd mál,“ sagði hann.

Forgangsverkefnið væri að sameina allar fimm bráðamóttökurnar á einum stað til að draga úr flutningi mjög veikra sjúklinga á milli bæði bygginga og hæða. Enn fremur væri mikilvægt að sameina gjörgæslu og skurðstofur á einum stað og einni hæð.

Páll sagði að dreifð starfsemi spítlans væri því bæði ógnun við öryggi sjúklinga og útheimti jafnframt mikinn kostnað sem annars mætti nýta í þarfari verkefni.

- Auglýsing-

Sem dæmi má nefna að um níu þúsund sjúklingar eru fluttir á milli Fossvogs og Hringbrautar á hverju ári eða um 25 á dag.

„Landspítalinn er almannaheill. Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús,“ sagði Páll og benti á að meira en 80% af framlögum til rekstrar spítalans rynni til sérhæfðrar sjúkraþjónustu, starfsemi sem þjónaði þjóðinni allri.

Páll segir að skynsamlegt hafi verið að hverfa frá áformum um hátæknisjúkrahús sem risi frá grunni og yfir í núverandi áform. Þau kveða á um réttan þriðjung af upphaflegum áformum og eru að mati Páls ,,miklu hógværari og skynsamari niðurstaða í nýbyggingum við Hringbraut.”

Heilbrigðisráðherra viðraði hugmyndir um að rétt væri fyrir ríkið að selja eignir til að geta fjármagnað nýtt þjóðarsjúkrahús og mikilvægt væri að ná samstöðu um að finna lausnir þannig að mögulegt sé að hefjast handa við framkvæmdir sem fyrst.

Víst er að ríkið lumar á ýmsum eignum sem mættu gjarnan missa sín úr þeirra eigu og mætti þar nefna banka svo einhver dæmi séu tekin.

Björn Ófeigs.

Hluti heimilda af vísi.is, mbl.is og ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-