-Auglýsing-

Öryggi sjúklinga: 10% verða fyrir óhappi eða skaða

Rétt eða rangtÓhappatilvik í heilbrigðisþjónustu hafa ekki verið vinsælt umræðuefni á meðal yfirvalda, mál hafa tekið mörg ár í meðförum og ljóst að illa hefur verið hlúð að þessum málaflokki á síðustu árum og þolendum verið gert afar erfitt fyrir að sækja rétt sinn. Rúv sagði frá ráðstefnu um öryggi í heilbrigðisþjónustu.

Rannsóknir sem gerðar hafa verið víða á Vesturlöndum sýna að einn af hverjum tíu sem lagðir eru inn á sjúkrahús verður fyrir óhöppum sem geta leitt til dauða. Engin ástæða til að ætla annað en að svipað gerist hér á landi, segir fyrrverandi landlæknir.

Nú stendur yfir hér á landi rannsókn á öryggi sjúklinga. Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskóli Íslands og Landlæknisembættið hafa komið að henni. Sagt var frá henni á ráðstefnu um öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu sem haldin var í Hörpu í dag. Gerðar hafa verið samskonar rannsóknir víða á Vesturlöndum.

Íslensk sjúkrahús rannsökuð

Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum og lyflækningum og fyrrverandi Landlæknir, segir að næstum því einn af hverjum tíu sjúklingum sem leggjast inn á vestræn kennslusjúkrahús verði fyrir einhvers konar óhappi vegna meðhöndlunar. Íslenska rannsóknin snýst um það að kanna hvort það sama eigi við um sjúkrahúsin hér á landi. Sigurður segir að miðað við íslenskt umhverfi, skipulag heilbrigðisþjónustu og menntun heilbrigðisstarfsmanna megi ekki búast við öðru á Íslandi.

Hægt að koma í veg fyrir helming

30 þúsund innlagnir eru á Landspítalann á hverju ári. Ef niðurstöður erlendu rannsóknanna eru heimfærðar á íslenskan veruleika þýðir það að 2.500 sjúklingar verði fyrir einhverskonar óhöppum á sjúkrahúsinu, af þeim verði 600 fyrir örkumlum vegna þeirra, og um það bil 170 deyi. Hægt væri að koma í veg fyrir um helming óhappanna.

Erfitt að fjármagna

- Auglýsing-

Ekki er ljóst hvenær lokið verður við íslensku rannsóknina því erfiðlega hefur gengið að fjármagna hana. Hún er of dýr til að geta fallið undir fjárveitingar Landlæknisembættisins og ekki hefur heldur fengist fjármagn úr rannsóknarsjóðum, meðal annars vegna þess að hún er rannsókn á gæðum þjónustu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ráðuneytið ekki hafa styrkt rannsókn sem þessa, sækja þurfi í aðra rannsóknasjóði eða fé stofnana.

Hér er hægt að sjá frétt RÚV um málið

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-