-Auglýsing-

Óeðlilegt hjartalínurit hjá ungum íþróttamönnum

Fremur algengt er að íþróttamenn lýsi sjúkdómseinkennum sem tengja má við hjartasjúkdóma. Óeðlilegt hjartalínurit er algengt meðal ungra íþróttamanna. Búast má við að gera þurfi hjartaómskoðun til frekari kortlagningar hjá tæplega fjórðungi þeirra íþróttamanna sem eru skimaðir. Þetta kemur fram rannsókn sem birt er í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Skyndidauði meðal ungs íþróttafólks er sjaldgæft fyrirbæri sem oftast má rekja til undirliggjandi hjartasjúkdóms. Rannsóknir benda til að draga megi úr hættu á skyndidauða með reglubundinni skimun.

-Auglýsing-

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þörf fyrir skimun á íslenskum íþróttamönnum til að móta leiðbeiningar fyrir lækna og íþróttaforystuna. Þetta fólst í að kanna tíðni áhættuþátta í sjúkrasögu, skoðun og á hjartalínuriti, kanna í hve mörgum tilvikum er þörf á frekari rannsóknum og að meta umfang og kostnað slíkrar skimunar.

Höfundar greinarinnar eru Baldur Þórólfsson læknanemi, Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, Gunnar Þór Gunnarsson læknir og Axel F. Sigurðsson læknir.
Hjartatruflanir við áreynslu

Skimaðir voru 105 íþróttamenn (70 karlar og 35 konur) á aldrinum 18-35 ára. Tekin var sjúkra-, heilsufars- og fjölskyldusaga íþróttamannsins, gerð klínísk hjartaskoðun og tekið 12-leiðslu hjartalínurit.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að algengir sjúkdómar eða einkenni sem komu fram í sjúkrasögu voru ofnæmi eða exem, astmi, óeðlileg áreynslumæði, brjóstverkur við áreynslu, hjartsláttartruflanir við áreynslu og svimi eða yfirliðskennd við áreynslu.

- Auglýsing-

Hjartaskoðun var óeðlileg hjá 20 (19%). Hjartalínurit var greinilega óeðlilegt hjá 22 (21%) og lítillega óeðlilegt hjá 23 (22%). Ábending fyrir hjartaómskoðun var til staðar hjá 23 (22%) og var hún gerð hjá 19 (18%) íþróttamönnum. Hjartaómun reyndist eðlileg eða nánast eðlileg hjá 6 þessara einstaklinga (32%), lítilsháttar óeðlileg hjá 13 þeirra (68%) en enginn taldist hafa greinilega óeðlilega ómskoðun.

www.mbl.is 03.02.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-