-Auglýsing-

Óbreytt líffæragjafalög

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, telur að ekki eigi að breyta lögum í því skyni að auka líffæraflutninga. Hann segir að sé miðað við reynslu þeirra ríkja sem helst sé litið til sjáist að lagasetning sé ekki vænleg til þess að ná góðum árangri. Þörf fyrir líffæragjafir hefur aldrei verið meiri og er þörfin mest fyrir nýru. 15 Íslendingar bíða nú eftir gjafanýra og getur biðin orðið nokkru ár.

Jórunn Sörensen, formaður Félags nýrnasjúkra, sagði í Síðdegisfréttum í gær að lögunum þyrfti að breyta til samræmis við lög í flestum öðrum Evrópulöndum, þannig að fólk þurfi að biðjast undan því að vera líffæragjafar.

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landsspítalans, er sama sinnis. Hann benti á í samtali við fréttastofu, að með slíkum lögum verði þó aldrei gengið gegn vilja ættingja hins látna. Þau myndu fyrst og fremst hvetja almenning til líffæragjafa. Runólfur bendir á að á Spáni séu í gildi lög um fyrirframgefið samþykki og þar sé mesta framboð líffæra í Evrópu.

www.ruv.is 11.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-