-Auglýsing-

Samkeppni um háskólasjúkrahús

Heilbrigðisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna samkeppni um nýjan Landspítala sem hófst formlega í dag þegar Ríkiskaup afhentu keppnisgögn hönnunarteymunum fimm sem urðu hlutskörpust í forvali um verkefnið. Keppnistillögurnar eiga að liggja fyrir 10. júní 2010 og niðurstaða dómnefndar verður kynnt 9. júlí 2010. Samkeppnin tekur annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á 66 þúsund fermetra nýbyggingu spítalans. Hluti af verkefninu verður einnig að skoða frumhönnun á 10.000 fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands.

Ríkiskaup afhentu í dag keppendum í samkeppni um frumhönnun um nýjan Landsspítala keppnisgögn en undanfarna mánuði hefur verið unnið að keppnislýsingu í kjölfar viljayfirlýsingar við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmdarinnar.

Fimm hönnunarteymi, sem valin voru eftir forval í febrúar sl. hefjast nú handa og þurfa að skila niðurstöðum þann 10. júní nk. Í teymunum fimm eru íslenskir sérfræðingar á byggingarsviði og flestar stærstu arkitekta- og verkfræðistofur landsins munu taka þátt í þessari samkeppni um frumhönnun nýs Landspítala við Hringbraut.

Níu manna dómnefnd skipuð
Heilbrigðisráðherra hefur skipað 9 manna dómnefnd og eru eftirtaldir aðilar í dómnefndinni: Guðrún Ágústsdóttir, fv. forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, sem er formaður dómnefndar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar. Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands eru Finnur Björgvinsson FAÍ, Sigríður Ólafsdóttir FAÍ og Jakob Líndal FAÍ. Tilnefndur af Verkfræðingafélagi Íslands er Aðalsteinn Pálsson verkfræðingur. Tilnefnd af Háskóla Íslands er Sigurlaug Lövdahl, skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og tilnefnd af Landspítala eru þau Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga. Ritari dómnefndar er Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt.

Niðurstaða dómnefndar verður kynnt 9. júlí nk. og gert er ráð fyrir að það hönnunarteymi sem verði hlutskarpast hefji strax formlega vinnu við frumhönnunina. Þá er einnig gert ráð fyrir að það teymi sem verður hlutskarpast í samkeppninni starfi að lokinni frumhönnun við verkefnisstjórn og hönnunarrýni með verkkaupa, íslenska ríkinu.

Meginforsendur hönnunarsamkeppninnar
Meginforsenda hönnunarsamkeppninnar er að ljúka sameiningu stóru spítalanna á höfuðborgarsvæðinu þannig að starfsemi Landspítala í Fossvogi flytji á Hringbraut. Samkeppnin er tvíþætt og tekur annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á fyrsta áfanga þess sem er spítalastarfsemi í 66 þúsund fermetra nýbyggingu sem skiptist í þrjá meginhluta:

- Auglýsing-

Bráðakjarna með bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu, skurðstofum og rannsóknarstofum.
Legudeildir með 180 rúmum sem öll eru í einbýli.
Sjúklingahótel með 80 herbergjum.
Þá er einnig hluti af verkefninu að skoða frumhönnun á 10.000 fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands, sem tengist starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Tilraunastöðvar HÍ í meinafræðum að Keldum.

Við mat á innsendum lausnum verður m.a. litið til arkitektúrs, ytra- og innra skipulags, áfangaskiptingar, sveigjanleika, tækni og tæknikerfa, umhverfissjónarmiða, byggingarkostnaðar, rekstrarkostnaðar bygginga og heildarhagkvæmni starfseminnar. Er ráðgert að sá þáttur vegi 85% af heildareinkunn en tilboð í hönnunarþóknun vegi 15%.

Áætlaður kostnaður við nýbyggingu Landspítalans er um 33 milljarðar króna á verðlagi í mars 2009. Standa vonir til að framkvæmdir við hana geti hafist sumarið 2011 og er áætlað að þær standi fram á árið 2016.

www.haskolasjukrahus.is 15.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-