-Auglýsing-

Nýr spítali – ónýtt heilbrigðiskerfi

Bjssi_2Á undanförnum árum hef ég eins og margir aðrir fylgst með umræðunni um byggingu nýs spítala við Hringbraut. Sú umræða hefur nú náð nýjum hæðum og líður varla sá dagur að ekki birtist greinar í blöðum og á netinu þar sem tekist er á um framkvæmdina. Þessar þrætur hafa nú staðið yfir í mörg ár ef ekki áratugi og á meðan blæðir sjúklingnum út hægt en örugglega. Það sem ég hef semsagt áhyggjur af er að deilurnar um staðsetningu, byggingamagn og kostnað nýs spítala komi til með að ganga af íslenskri heilbrigðisþjónustu dauðri.

Nú þegar er staðan þannig í heilbrigðisþjónustunni að útlit er fyrir að heimilislæknar komi nánast til með að líða undir lok ef fer sem horfir en nýliðun í þeirri grein er nánast engin. Auk þess virðast þeir sem stunda sérfræðinám erlendis hafa takmarkaðan áhuga á því að koma til starfa í íslensku heilbrigðiskerfi eins og staðan er. Það vantar heilu kynslóðirnar í stétt lækna og ekkert útlit er fyrir að stjórnvöld hafi í hyggju að hífa upp um sig buxurnar í þeim efnum og breyta um stíl til að laða fólk til starfa.

-Auglýsing-

Það má með sanni segja að íslenska heilbrigðiskerfið sé rústir einar eftir niðurskurð liðinna ára. Heilbrigðisráðherrar hafa ekki verið langlífir í starfi og virðast margir hverjir hafa lítið vit eða skilning á því sem þeir eru að fást við. Í gær bárust svo þau tíðindi að núverandi heilbrigðisráðherra hafi hækkað laun forstjóra spítalans Björns Zoega um 450 þúsund krónur á mánuði. Hlýtur þetta að teljast afar undarleg ráðstöfun miðað við það sem á undan er gengið og virkar sem blaut tuska framan í heilbrigðisstarfsfólk og velflesta landsmenn.

Það er löngu orðið ljóst öllum þeim sem þekkja til eða starfa innan Landspítala Háskólasjúkrahúss, að starfsfólkið getur varla lengur sinnt sínum störfum svo mikið er álagið og lélegur tækjakosturinn. Þetta eru ömurlegar staðreyndir og það er satt best að segja dapurlegt að stjórnamálamenn sama hvaða flokki þeir tilheyra taki sig ekki saman í andlitinu og sameinist um að reisa heilbrigðiskerfið úr öskustónni .

Satt best að segja furða ég mig á því af hverju plön um nýtt sjúkrahús séu ekki lögð til hliðar og skoðað í fullri alvöru hvernig er hægt að lagfæra þann húsakost sem til er, og bæta við og stoppa í eftir því sem við á. Það má vel vera að slíkar hugmyndir séu ekki raunhæfar og eini möguleikinn sé sá að vinda sér í að byggja nýtt sjúkrahús. Ef það er svo er það mín skoðun að stjórnmálamenn eigi að taka málið upp hið snarasta, þannig að óvissu verði eytt og starfsfólk geti einhent sér í það að vinna sakmvæmt stefnu sem ekki verði kvikað frá. Frekari óvissa og hringlandaháttur er stórskaðlegur fyrir LSH og heilbrigðiskerfi þjóðarinnar í heild sinni. 

Ég get hinsvegar ekki séð hvernig nýtt sjúkrahús á að bjarga íslenskri heilbrigðisþjónustu og laða að sér nýtt fólk, það hlítur að þurfa meira til, skýrari sýn til framtíðar. Ég hef einnig verulegar áhyggjur af því – þar sem ég geri fastlega ráð fyrir því að nýtt sjúkrahús þurfi á töluvert mikið af tækjum að halda – verði tækjakaupum seinkað og miðað við lýsingar á þeim tækjakosti sem til er þá getur varla verið hagkvæmt að flytja þann gamla búnað með á hið nýja sjúkrahús. Það væri áhugavert að heyra hvernig leysa á þetta millibilsástand.
Ég hef stundum farið inn a vefsíðu nýja spítalans, nyrspitali.is og satt best að segja get ég ekki varist þeirri hugsun að þeir sem berjast hvað harðast í því að reyna að fá málið í gegn séu uppteknir af því að reisa sér minnisvarða. Auk þess þá finnst mér oft á tíðum þóttafull framkoma hörðustu fylgismanna framkvæmdarinnar gagnavart þeim sem gagnrýna framkvæmdina stórmerkileg.
Taktíkin gengur út að það að þeir sem gangrýna framkvæmdina hafi ekki vit á málum og séu með útúrsnúninga og rangfærslur. Þetta er merkilegur málflutningur, en satt best að segja finnast mér rök þeirra sem eru á móti þessari framkvæmd býsna sannfærandi. Oft hafa þessir aðilar bent á augljósa annmarka á framkvæmdinni og jafnvel bent á rangar eða villandi upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu nýs sjúkrahúss

- Auglýsing-

Ég veit að innan Landspítalans vinnur margt gott og vandað fólk sem á betri aðbúnað og framkomu skilið, auk þess sem starfsfólk þarf skilning ráðamanna á því að málefni spítalans eru molum og skjótra aðgerða er þörf, það er ekki nóg að hafa skilning á stöðu forstjórans Björns Zoega. Þegnar þessa lands eiga það svo einnig skilið að hafist sé handa um að bæta aðbúnað sjúklinga og þó ekki væri nema að sinna eðlilegri endurnýjun á tækjabúnaði spítalans. 
Með öðrum orðum það er komin tími til að stjórnmálamenn axli þá ábyrgð sem fylgir því að reka heilbrigðiskerfi svo vel sé. Með áframhaldandi vandræðagangi eru líkur á að heilbrigðisþjónusta á Íslandi komi til með að líða undir lok í þeirri mynd sem við þekkjum hana

Reykjavík 7. september 2012

Björn Ófeigsson
bjorn@hjartalif.is 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-