-Auglýsing-

Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október

Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítala, kemur til starfa 10. október en hún mun nota næstu vikur til að ganga frá starfslokum sínum sem forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti ráðningu Huldu.

Björn Zoega mun gegna starfi forstjóra Landspítala frá 1. september til 10. október. Frá og með 10. október verður Björn framkvæmdastjóri lækninga og mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.

Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins frá árinu 2005.  Velta spítalans er um 3 milljarðar  norskra króna eða um 45 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn ríflega 4.100.

Starfsreynsla Huldu:
Aker háskólasjúkrahús, forstjóri frá 2005
Ullevål háskólasjúkrahús, sviðsstjóri 2000-2005
Ullevål háskólasjúkrahús, verkefnisstjóri 1996-2000
Ullevål háskólasjúkrahús, hjúkrunarframkvæmdastjóri 1992-1997
Ullevål háskólasjúkrahús, hjúkrunarfræðingur 1989-1992
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hjúkrunarfræðingur 1988-1989
Buskerud sentralsykehus, hjúkrunarfræðingur 1988
Borgarspítalinn, hjúkrunarfræðingur 1988
Verkmenntaskólinn á Akureyri, kennari 1988
Kristnesspítali, hjúkrunarforstjóri 1983-1988
Borgarspítalinn, hjúkrunarfræðingur 1981-1983
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hjúkrunarfræðingur 1981

Háskólamenntun:
Solstrand stjórnunarnám AFF
Embættispróf í hjúkrunarvísindum frá háskólanum í Ósló
Ex. phil. frá Háskólanum á Akureyri
Stjórnunarnám fyrir hjúkrunarstjórnendur frá Hjúkrunarskóla Íslands
Hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands

www.mbl.is 29.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-