-Auglýsing-

Nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði

Mynd af vef Landlæknis
Mynd af vef Landlæknis

Það er athyglisvert þegar rennt er yfir nýjar ráðleggingar Landlæknisembættisins um nýjar ráðleggingar um mataræði að þar slá þeir varnagla sem hefur að mínu viti vantað í leiðbeiningarnar hingað til. Til þessa hefur almenningur tekið öllu sem frá Landlæknisembættinu sem hinum einu sönnu leiðbeiningum í næringu burtséð frá ástandi einstaklingana. Eins og fram kom í máli Ingibjargar Gunnarsdóttur Prófessors í næringarfræði þegar nýju ráðleggingunum var fylgt úr hlaði er þetta útskýrt frekar.

Forvörn ekki næringarmeðferð

Ingibjörg segir næringarráðleggingarnar eru fyrst og fremst forvarnarráðleggingar ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að efla heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Þær eru hins vegar ekki sniðnar að þörfum einstaklinga með sjúkdóma eða aðra kvilla sem gætu haft áhrif á þörf fyrir næringarefni. Ráðleggingarnar henta yfirleitt ekki þeim sem eru með langvarandi sýkingar, vanfrásog eða efnaskiptatruflanir né heldur sem næringarmeðferð við sjúkdómum eða þyngdartapi. Eins gæti þurft að aðlaga ráðleggingarnar einstaklingnum eða hópum með sérþarfir varðandi mataræði. Í þeim tilfellum er fólki bent á að fá einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf hjá löggiltum næringarfræðingi eða löggiltum næringarráðgjafa.

-Auglýsing-

Eins og áður sagði gaf Embætti landlæknis í gær út nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Í þeim eru engar stórstiga breytingar, frekar breyttar áherslur

Næringarleiðbeiningar Landlæknisembættisins

Nú er lögð rík áhersla á mataræðið í heild sinni og á mat úr jurtaríkinu sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi, svo sem á grænmeti, ávextir, ber, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Meiri áhersla er á gæði fitu og kolvetna frekar en magn, það skiptir fyrst og fremst máli úr hvaða mat við fáum fituna og kolvetnin.

Einnig er mælt með að borða feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar.Hins vegar er mælt með að takmarka neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur. Með þessu mataræði er talin minni hætta á flestum fæðutengdum langvinnum sjúkdómum.

- Auglýsing-

Nú er meiri áhersla en áður lögð á umhverfismál Ef ráðleggingunum er fylgt er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða hjálpar til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Að auki er mælt með að skipuleggja vel innkaup og eldamennsku og þannig má draga úr matarsóun og vernda umhverfið.

Ráðleggingarnar í hnotskurn:

  1. Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni
  2. Ávextir og mikið af grænmeti. Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergilkál, hvítkál og blómkál.
  3. Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni.
  4. Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur.
  5. Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum.
  6. Fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn eru 2 skammtar á dag.
  7. Mýkri og hollari fita. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollrar fitu.
  8. Minna salt. Velja lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík og takmarka notkun á salti við matargerð.
  9. Minni viðbættur sykur. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís.
  10. Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur.

Skoða nánar:

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-