-Auglýsing-

Norrænu næringarráðleggingarnar

FæðuhringurNýjar norrænar næringarráðleggingar gera ráð fyrir meiri fitu og minna af kolvetni í mataræðinu en áður.

Aðaláherslan er þó á mataræðið í heild sinni og mikilvægi þess að næring og orka komi úr góðu hráefni og samkvæmt ráðleggingunum er hvatt til neyslu á grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, fiski, jurtaolíum, heilhveiti, fitulitlum mjólkurvörum og kjöti. Mælt er með því að takmarka neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sykri, salti og áfengi.

-Auglýsing-

Nýju ráðleggingarnar voru kynntar formlega í októberbyrjun, þetta er í fimmta skipti sem þær eru gefnar út en ráðleggingarnar eru endurskoðaðar á átta ára fresti.

„Helstu breytingarnar er áherslan á mataræðið í heild sinni,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, sem er í hópi þeirra íslensku vísindamanna sem tóku þátt í að móta ráðleggingarnar.

Nýja útgáfan er niðurstaða norrænar samvinnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en yfir hundrað sérfræðingar hafa tekið þátt í endurskoðuninni. Ingibjörg leggur áherslu á að allir sem komu að vinnunni þurftu að skila inn upplýsingum um hagsmunatengsl til að tryggja hlutlausa aðkomu. „Ekkert okkar er að selja neitt,“ segir hún.

Ráðlagt er 45-­60% af heildarorkunni komi úr kolvetni, 25-­40 % úr fitu og 10­-20% úr próteini.

- Auglýsing-

Samkvæmt fyrri ráðleggingum var hlutfall kolvetnis 50-­60% og hlutfall fitu 25-­35%. Áfram stendur að minna en 10% orkunnar komi úr mettaðri fitu, 5-­10% úr fjölómettuðum fitusýrum og minnst 1% úr omega 3 ­fitusýrum. Ráðlagt hlutfall einómettaðra fitusýra er meira í nýju viðmiðunum og hækkar úr 10-­15% í 10-­20%. Trefjaneysla er tiltekin í ráðleggingunum og mælt er með að daglega fái fólk 25-­35 grömm af trefjum úr fæðunni, svo sem úr heilkorni, ávöxtum, berjum og baunum. Mælt er með aukinni neyslu á D­vítamíni, 10 mcg á dag fyrir börn yfir 2ja ára og fullorðna, í stað 7,5 mcg áður. Eldri borgurum er ráðlagt að neyta 20 mcg á dag.

Tekið skal fram að skipting á orkugjöfunum kolvetni, próteini og fitu, sem og ráðlagðir dagskammtar af vítamínum og steinefnum, eins og birtist í norrænu ráðleggingunum á við heilbrigða einstaklinga. Þær eru meðal annars hugsaðar fyrir skipulag matseðla fyrir hópa fólks, svo sem á leikskólum, grunnskólum eða vinnustöðum.

Framundan er nú vinna undir stjórn Embættis landlæknis þar sem íslensku ráðleggingarnar verða teknar til endurskoðunar.

Ingibjörg, sem einnig er deildarstjóri í næringarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans, segir að við mótun íslenskra ráðlegginga sé mikilvægt að taka tillit til mataræðis Íslendinga eins og það er í dag. Til dæmis hafi mataræði Íslendinga undanfarna áratugi verið mjög próteinríkt og því ekki ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu. Eins er breytilegt milli landa hvaða fæðutegundir eru helstu uppsprettur vítamína og steinefna.

Hún segir að ef mið er tekið af niðurstöðum landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010­2011 og nýjar niðurstöður Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og LSH um breytingar á mataræði sex ára barna megi ætla að áfram verði lögð áhersla á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetisneyslu auk þess sem gæði kolvetna verði líklega eitt af helstu áhersluatriðunum. Þar skipti máli að takmarka fínunnin kolvetni og auka neyslu á heilkorni sem kolvetnisgjafa ásamt kolvetnum úr ávöxtum og grænmeti. Þá þurfi að finna leiðir til að auka neyslu D ­vítamíns.

Fréttatíminn 18.10.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-