-Auglýsing-

Mitt hjartalif: Að ganga ekki heill til skógar

KvöldhiminnÞað að fara í smá aðgerð sem flokkast undir smávægilegt inngrip er stundum snúið, sérstaklega ef maður er með marga undirliggjandi krankleika sem draga úr manni þróttin. Þetta fékk ég að reyna á dögunum og var minntur á að ég er ekki heill heilsu. 

Nú er liðin rúm vika frá því ég fór í lifrarástunguna á Landspítalanum og eyddi þar nótt í kjölfarið sem ég skrifaði um lítinn pistil sem var mikið lesinn. Takk fyrir það.

-Auglýsing-

Undir öllum venjulegum kringumstæðum og ef ég væri alheilbrigður, ætti ég samkvæmt öllu að vera búinn að jafna mig að fullu.

Ég er hinsvegar með hjartabilun, lifrasjúkdóminn minn, sjögren heilkennið og sitthvað fleira lítilræði. Þessu gleymi ég oft á tíðum og geri þess vegna stundum til mín kröfur sem eru ekki allskostar raunhæfar.

Staðan er með öðrum orðum þannig að nú rúmri viku eftir aðgerðina er ég töluvert frá því að vera eins og ég á að mér. Í vikunni sem er liðin síðan hef ég einu sinni velt því alvarlega fyrir mér hvort ég ætti að fara niður á Hjartagátt þar sem ég var verulega mikið móður, með mikil óþægindi í brjóstinu og óþol í kroppnum.

Ég predika það hér á þessari síðu að fólk sem er þannig ástatt fyrir eigi að fara niður á hjartagátt en ekki bíða, því það sé betra að vera sendur heim með allt í lagi heldur en að þrjóskast við og sitja heima of lengi. Ég semsagt fór ekki sjálfur eftir því sem ég predika. Þetta slapp sem betur fer allt saman til að þessu sinni og eftir að hafa lagt mig fram um að hvíla mig í vikunni er mér farið að líða betur.

- Auglýsing-

En ég er ekki orðin góður. Það er alltaf stutt í mæðina hjá mér en ég er einfaldlega ekki nógu brattur þessa dagana, ég er endalaust þreyttur, ég hef þyngst vegna vökvasöfnunar og svo hefur svefninn líka verið svolítið að hrekkja mig, sem er alltaf vont.

Þetta minnir mig á að ég geng ekki heill til skógar og það tekur mig lengri tíma en heilbrigða manneskju að jafna mig eftir svona smávægilegt inngrip. Mér finnst aldrei gott að vera minntur á takmarkanir mínar og finna á eigin skinni hvað ég er viðkvæmur fyrir og má við litlu, en þetta er veruleikinn minn hvort sem mér líkar betur eða verr.

Engu að síður er ég þakklátur í hjartanu mínu, svolítið meir á köflum en það er líka ágætt og færir mig nær sjálfum mér og fólkinu mínu.

Björn Ófeigs

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-