-Auglýsing-

Mataræði hefur forvarnargildi

Mynd/Þórður SigurðssonÞessa dagana er haldinn ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands og kennir þar ýmissa grasa. Meðal annars fjallaði Guðmundur Þorgeirsson um forvarnir gegn hjarta og æðasjúkdómum og rýndi í lýðheilsu til framtíðar.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru stærsta einstaka dánarorsök á Vesturlöndun og á Íslandi. Krabbamein er önnur stærsta dánarorsökin hér á landi.

-Auglýsing-

Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í hjartalækningum, segir forvarnagildi gegn hjarta- og æðasjúkdómum ótvírætt og það sé stórlega vannýtt.

Á árunum 1980-2006 lækkaði aldursstöðluð dánartíðni vegna kransæðastíflna um 80% á Íslandi. „75% af þessari lækkun skrifast á lýðheilsubreytingar eins og reykleysi, breytt mataræði og hreyfingu. 25% er vegna bættra lyfja, aðgerða, greininga og svo framvegis.,“ segir Guðmundur.

Þrátt fyrir árangurinn, „hafa neikvæðar breytingar einnig átt sér stað. Þyngdaraukning hefur orðið hjá þjóðinni og hærri tíðni af sykursýki hefur mælst,“ heldur hann áfram. Hann vill koma til leiðar lýðheilsubreytingum sem byggjast á þjóðfélagsbreytingum sem ná til menningar-, menntunar- og uppeldisatriða. „Þjóðfélagsleg atriði hafa mikil áhrif á þennan sjúkdóm,“ segir hann ennfremur.

Í forvarnarstarfi gegn þessum sjúkdómum er beitt tveimur aðferðum. Sú fyrri er greining og meðferð áhættuhópa. Sú síðari, sem Guðmundur telur mikilvæga, er svokölluð lýðgrunduð íhlutun. „Þá erum við að tala um að hafa áhrif á lifnaðarhætti og lífsmynstur allrar þjóðarinnar og hliðra því til, m.a. með breyttu mataræði,“ segir Guðmundur.

- Auglýsing-

Hann tekur salt sem dæmi, ef minna af salti er í matnum sem þjóðin innbyrðir hefur það áhrif á meðaltals blóðþrýsting, sem skilar sér í lækkaðri tíðni á heilablóðföllum og kransæðastíflum.

„Lífsstílsbreytingar hjá þjóðinni eru í grunninn ekki mjög flóknar en það er samt hægara sagt en gert að koma slíku til leiðar,“ segir hann.

Lífsstílsbreytingarnar eru þríþættar, segir Guðmundur. Reykleysi er mikilvægt, hreyfing og hollt mataræði. Hann áréttar að áherslupunktarnir séu nokkrir, og að sjálfsögðu er hægt að ræða marga þeirra. Hófsemi auk fjölbreyttrar fæðu vegi þungt. Þá fagnar hann löggjöf um transfitusýrur sem eru meinóhollar.

Þessi pistill er brot úr stærri frétt um ráðstefnuna og er hana að finna í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið 03.01.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-