-Auglýsing-

Lyfjarisarnir engir englar

Lyfjarisarnir eru ekki saklausir af óheiðarlegum viðskiptaháttum þegar lyf eru annars vegar. Þeir hafa orðið uppvísir að því að hampa nýjum lyfjum þótt virkni þeirra sé litlu betri en eldri gerða, ásamt því að leyna rannsóknum sem benda til takmarkaðrar virkni, ellegar setja hreinlega fram falsaðar niðurstöður þegar svo ber undir.

Þetta kom fram í máli Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis, á morgunfundinum í gær, þar sem hann tók dæmi af mikilli auglýsingaherferð fyrir nýju þunglyndislyfi, á sama tíma og framleiðandinn hefði vitneskju um að það hefði aðeins tilætlaða virkni hjá litlum hluta sjúklinga.

Greina mátti á máli manna að loknum framsöguerindunum að umrædd gagnrýni er mikið hitamál í stétt lyfjafræðinga og vændi einn fundargesta Matthías um að setja mál sitt fram með óeðlilegum hætti, með hliðsjón af stöðu sinni.

  Matthías svaraði því til að þekktir og virtir aðilar í lyfjaheiminum hefðu fært rök fyrir óeðlilegum viðskiptaháttum og nefndi sem dæmi bók læknisins Peter Rost, fyrrverandi aðstoðarforstjóra lyfjarisans Pfizer, sem á ensku nefnist „The Whistleblower“ og sýnd er hér að ofan, og bókina „The Truth About the Drug Companies“, sem einnig er sýnd hér og er eftir Marciu Angell, fyrstu konuna til að gegna stöðu yfirritstjóra New England Journal of Medicine, eins helsta læknatímarits heims.

Angell hefur verið gagnrýnin á bandaríska heilbrigðiskerfið og fært rök fyrir því að mörg mikilvægustu lyfjanna hafi verið þróuð á kostnað skattgreiðenda og að lyfjarisarnir hafi í gegnum tíðina ýkt þróunarkostnað nýrra lyfja.

Rost hefur einnig gagnrýnt bandaríska heilbrigðiskerfið og borið vitni fyrir Bandaríkjaþingi í baráttu sinni fyrir heiðarlegri viðskiptaháttum með lyf.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 28.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-