-Auglýsing-

Lyfjabirgðir tryggðar fram yfir áramót

„Rekstur heilbrigðiskerfisins er algjört forgangsmál. Það verður bara gert það sem til þarf til þess að láta það ganga. En það er algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra aðspurður hvort þær hamfarir sem nú ganga yfir efnahagslíf landsins hefðu áhrif á heilbrigðiskerfið.

Lyfjabirgðir tryggðar
Guðlaugur Þór segir að heilbrigðisráðuneytið hafi gengið úr skugga um að birgðastaða lyfja sé góð. Hann segir að þau tvö dreifingarfyrirtæki sem hafa yfir 90 prósent af öllum lyfjum í landinu eigi meira en þriggja mánaða lager af lyfjum, aðrir aðilar eiga um 5 mánaða lager.

Heilsugæslan í viðbragðsstöðu
Á þriðjudagsmorgun sendi Guðlaugur Þór út tilkynningu til allra heilbrigðisstofnana í landinu þar sem hann lagði áherslu á að gegn þeim erfiðleikum sem nú riðu yfir landið þyrfti sérstakan viðbúnað.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins brást mjög skjótt við þessu og sendi frá sér verklagsreglur til allra heilsugæslustöðva. Þær fela meðal annars í sér að öllum sem hafa samband við móttöku þeirra, í gegnum síma eða með komu, verði gefinn kostur á að tala við hjúkrunarfræðing. Þá munu bæði hjúkrunarfræðingar og læknar verða tilbúnir að hliðra til og mæta auknu álagi.

Aukin þjónusta
Störf verða hafin í starfsstöð Landspítalans í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á hádegi í dag, en unnið hefur verið að því í vikunni að koma henni upp. Þangað getur fólk hringt og fengið aðstoð, leiðsögn og hjálp frá þrautþjálfuðu starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar, leiðsögn og hjálp ef erfiðleikar knýja dyra.

www.mbl.is 10.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-