Björn Zoëga, verðandi forstjóri Landspítalans, telur að fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga megi rekja til óánægju með kjaraskerðingu. 96 af 104 skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum hafa sagt upp störfum.
Nýtt vaktafyrirkomulag fyrir skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga á spítalanum verður tekið í notkun á næstunni. Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga, fullyrðir að með nýja fyrirkomulaginu sé öryggi sjúklinga ógnað; hjúkrunarfræðingar ætli ekki að taka þátt í því.
Björn Zoëga tekur við starfi forstjóra ásamt Önnu Stefánsdóttur þann 1. apríl. Hann kannast ekki við að allar starfstéttir á spítalanum séu óánægðar þó auðvitað séu skiptar skoðanir á stórum vinnustað. Hann segir að verið sé að breyta vaktafyrirkomulagi til samræmis við það sem gerist í sambærilegum störfum. Þeir sem sætti sig ekki við breytinguna hafi sagt upp.
www.ruv.is 16.03.2008