-Auglýsing-

Lög í þágu lífsins

Morgunblaðið sagði frá því í gær að bið íslenzkra sjúklinga eftir líffæraígræðslu hefði lengzt verulega að undanförnu. Sunna Ósk Logadóttir fréttastjóri ræddi ennfremur við Roger Williams, einn fremsta lifrarsérfræðing heims, sem bendir á að löggjöf bæði á Íslandi og í Bretlandi hamli því að nægilega mörg líffæri fáist til ígræðslu.

Víðast í Evrópu gera lög ráð fyrir svokölluðu ætluðu samþykki við líffæragjöf. Þannig er gengið út frá því að fólk vilji gefa líffæri sín til ígræðslna nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hér og í Bretlandi er þessu öfugt farið og gengið er út frá því að fólk vilji ekki gefa líffæri, nema það hafi tekið það sérstaklega fram í lífsskrá eða beri á sér skilríki þess efnis.

Þetta er talið hafa áhrif á líffæragjafir, þar sem ættingjar heppilegra líffæragjafa eru oft tregir til að taka ákvörðun um að gefa líffæri fyrir nýlátinn ættingja. Hins vegar hafa lög um ætlað samþykki orðið til þess að líffæragjöfum fjölgar í ríkjum, þar sem þau hafa tekið gildi.

„Við þurfum löggjöf um ætlað samþykki, til að geta mögulega annað eftirspurn eftir lifrarígræðslu,“ sagði Roger Williams hér í blaðinu í gær. Hann bendir á að þúsundum nothæfra líffæra sé nú hent.

Er ekki full ástæða til að stefna að breytingu á lögum um samþykki við líffæragjöf hér á landi? Flestir eru áreiðanlega fúsir til að gefa líffæri, skyldi dauða þeirra bera skyndilega að og líffærin gætu nýtzt öðrum – rétt eins og langflestir væru reiðubúnir að þiggja líffæri, gæti það bjargað lífi þeirra.

Ritstjórnarpistill í Morgunblaðinu 02.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-