-Auglýsing-

Ljósmyndaáskorun

hjartalif-logoKæru vinir!

Eins og ykkur er flestum kunnugt höfum við haldið úti vefsíðunni Hjartalíf.is í tæp átta ár. Hjartalíf er okkur afar hjartfólgið eins og gefur að skilja og leggjum við mikinn metnað í það að efni síðunnar sé sem vandaðast og að sem réttast sé að öllu staðið.
Eitt af því sem hefur truflað okkur alveg frá byrjun er að þegar við birtum heilsutengdar fréttir á síðunni þá fylgja þeim ljósmyndir frá upprunalegu miðlunum en vegna höfundaréttar hefur það verið erfiðleikum bundið að dreifa myndunum áfram á vefnum okkar á lögmætan hátt. Við höfum gert okkar besta til að birta engar myndir á Hjartalíf aðrar en þær sem við höfum greitt fyrir leyfi til að nota eða eigum sjálf en reglur í kringum svona eru ekki alltaf skýrar og þetta hefur truflað okkur. Draumurinn var alltaf samt að ljósmyndirnar sem við værum að nota á síðunni okkar væru okkar og sérstakar eins og annað efni síðunnar. Að þær tilheyrðu myndabanka sem við hefðum sjálf yfirráð yfir.
Þegar við svo nú stöndum í þeim umfangsmiklum breytingum á síðunni sem í gangi eru, þá kviknaði hjá okkur hugmynd. Við settumst niður og skrifuðum hjá okkur þemu eða efnisflokka fyrir þær ljósmyndir sem okkur langaði til að eiga og ákváðum að leita til ykkar. Það vill nefnilega þannig til að við eigum bæði vini og ættmenni sem taka mikið af myndum og eru margar þeirra hrein listaverk.

Hugmyndin sem við fengum var sem sagt þessi. Með fyrirfram þakklæti og von í hjarta biðjum við ykkur, vini okkar og fjöskyldu, um að taka fyrir okkur nokkrar myndir úr þeim efnisflokkum sem við settum á blað. Auðvitað bara eins margar eða fáir myndir eins og þið treystið ykkur til, hafið áhuga á eða langar og úr þeim flokkum sem ykkur hentar. Myndirnar mega gjarnan vera vatnsmerktar niðri í hægra horni með nafni ykkar enda viljum við sýna uppruna myndanna sem við notum.
Hjartalíf er vefsíða sem einu sinni hefur unnið  Íslensku vefverðlaunin og verið tilnefnd tvisvar að auki. Við höfum það að markmiði okkar að með myndum frá ykkur komi skemmtilegur myndrænn svipur á síðuna og um leið tryggja það að allar myndbirtingar á síðunni séu löglegar og valdi okkur ekki miklu kostnaði.
Við fáum 7-10.000 gesti inn á síðuna á mánuði og við erum nokkuð dugleg við að koma okkur á framfæri. Við getum því allaveganna lofað því að margir munu sjá myndirnar og að sjálfsögðu munum við kynna ljósmyndara okkar vel á síðunni.

Efnisflokkarnir okkar eru eftirfarandi :
Hjarta / hjörtu
Stuðningur
Sjúkrahús / sjúkraflutningar
Hjón
Lyf
Læknar
Heilsa
Von
Dauði
Líf
Ást
Fjölskylda
Sorg
Gleði
Frjálst – eitthvað sem mögulega getur tengst efni síðunnar…

Það er von okkar að ykkur lítist vel á hugmyndina, finnist hún spennandi áskorun og séuð tilbúinn til að hjálpa okkur að gera hjartalíf.is að enn fallegri síðu sem með myndunum ykkar geti þá bæði glatt augað og auðgað andan.
Skilafrestur mynda er að sjálfsögðu frjáls þannig að við munum alltaf taka við myndum en núna langar okkur til að biðja ykkur um að skella sköpunargleðinni í gírinn, skjóta nokkrar myndir og senda okkur fyrir 18. desember 2012. Nánari upplýsingar fást hjá okkur, Mjöll í síma 7727702 og mjoll@hjartalif.is og Bjössa í síma 7700466 eða á bjorn@hjartalif.is.

Við hlökkum til að sjá viðbrögð ykkar 🙂

- Auglýsing-

Með hjartans kveðju
Bjössi og Mjöll

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-