-Auglýsing-

Lifandi og breytilegt umhverfi verður til

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@gmail.com. Síðastliðin þrjú ár hefur staðið yfir undirbúningur að byggingu nýs háskólasjúkrahúss í Vatnsmýrinni. Nýi spítalinn kemur til með að vera 120.000 fermetrar að stærð og er búist við að fyrsta áfanga ljúki árið 2013.

„Um 300 starfsmenn Landspítala og Háskóla Íslands hafa undanfarin ár unnið í yfir 40 starfshópum að þarfagreiningu fyrir hið nýja sjúkrahús,“ útskýrir Ingólfur Þórisson verkfræðingur, sem leiðir verkefnið. En hlutverk starfshópanna var að taka saman hvernig best sé að skipuleggja nýju starfsemina.

Hönnunarsamkeppni í ár
Svæðið sem um ræðir afmarkast gróflega af Snorrabraut, Eiríksgötu, Barónsstíg, Hringbraut að norðanverðu og nýrri Hringbraut að sunnanverðu. Í samningum við Reykjavíkurborg segir að Umferðarmiðstöðin verði flutt í burtu og það svæði nýtt sem hluti af nýja sjúkrahússvæðinu. „Á þessu ári fer fram hönnunarsamkeppni þar sem óskað verður eftir áhugasömum aðilum en úr þeim hópi verða valdir fimm aðilar sem síðan leggja til sínar tillögur,“ útskýrir Ingólfur. „Þessir fimm aðilar taka þátt í hönnunarkeppni en síðan mun dómnefnd velja einn þeirra til að hanna útlit sjúkrahússvæðisins.“

Fyrsta áfanga lýkur 2013
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir þessa viðamikla verkefnis hefjist árið 2010 og að þremur árum síðar, 2013, verði fyrsta áfanga lokið. Ef allt gengur eftir er gert ráð fyrir að rannsóknahús verði byggt í fyrsta áfanganum. Þegar Ingólfur er spurður um það hvenær framkvæmdunum ljúki segir hann erfitt að segja til um slíkt. „Þetta er í raun verkefni sem aldrei lýkur. Þetta er mjög lifandi og breytilegt umhverfi sem alltaf þarf að vera að bæta og breyta.“  

Eldri byggingar nýttar áfram
Fulltrúar nýs háskólasjúkrahúss koma til með að kynna verkefnið fyrir almenningi á Verk og vitsýningunni og segir Ingólfur kynninguna eiga að gefa fólki nokkra tilfinningu fyrir verkefninu og hvar það stendur í dag. Til sýnis verða líkön af nýjustu útfærslunum ásamt teikningum af einstökum þáttum eins og t.d. hvernig umhverfi nýja sjúkrahússins komi til með að líta út.

Eins og fyrr segir verða nýbyggingar í kringum 120.000 fermetrar að stærð en auk þess verði reist 35.000 fermetra hús fyrir heilbrigðisvísindadeildir Háskóla Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði sem nú er staðsett á Keldum. Þá segir Ingólfur að eldri byggingar á núverandi svæði verði nýttar áfram og að öll starfsemi spítalans í Fossvogi komi til með að flytja í nýja sjúkrahúsið.

- Auglýsing-

24 stundir 16.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-