-Auglýsing-

Leikmenn skyldaðir í hjartaskoðun

Allir leikmenn í Landsbankadeild karla verða skyldaðir í hjarta- og æðaskoðun frá og með árinu 2009 vegna tíðra dauðsfalla í fótboltanum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Tíð dauðsföll á knattspyrnuvöllum undanfarin ár hafa vakið mikinn áhuga meðal almennings. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur komist að því að orsök allra þessara dauðfalla megi rekja til falins hjartagalla.

Auðveldlega hefði mátt kom í veg fyrir þau með hjarta- og æðaskoðun. KSÍ ætlar að breyta leyfiskerfi sínu þannig að íslenskir knattspyrnumenn gangist undir þannig skoðun.

„Við þekkjum dæmi um að minnsta kosti einn íslenskan leikmann sem var með hjartagalla. Það er Arnar Jón Sigurgeirsson en það komst upp fyrir hreina tilviljun að hann væri með þennan galla sem nú er búið að laga,” sagði Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, í viðtali á Stöð 2.

„Miðað við að það er um 25-30 leikmenn frá hverju félagi með fastnúmer í Landsbankadeild karla og félögin eru tólf þá hljóta líkurnar að benda til þess að einhver þeirra eigi við þetta að glíma,” sagði Ómar.

Gríðarlegur kostnaður er við hjarta- og æðaskoðun. „Já þetta kostar skildinginn. Þetta kostar u.þ.b. 55 þúsund krónur fyrir hvern leikmann en það er þó algjör lágmarksupphæð,” sagði Ómar.

- Auglýsing-

KSÍ er að leita að leiðum til að aðstoða félögin við að borga fyrir skoðanirnar og hefur meðal annars leitað til UEFA um fjármagn.

Tengill á umfjöllun stöðvar tvö um málið hér

www.visir.is 05.2 2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-