-Auglýsing-

Leikmenn gangist undir hjartaskoðun

Frá og með keppnistímabilinu 2009 verður knattspyrnufélögum í efstu deild karla á Íslandi gert skylt að láta leikmenn sína gangast árlega undir ítarlega læknisskoðun, sem meðal annars felur í sér hjarta-, æða- og blóðrannsókn. Áætlaður kostnaður skoðunarinnar er um 55 þúsund krónur á leikmann og því er ljóst að árlegur kostnaður félaga hér á landi, sem hafa allt að 30 leikmenn í sínum hópi, er vel á aðra milljón króna.

Hinar hertu reglur taka mið af kröfum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem vill uppræta með öllu svokallaðan skyndidauða knattspyrnumanna sem hefur aukist á síðustu árum. Í flestum tilvikum hefur orsök andlátsins verið leyndur hjartagalli eða hjartavöðvasjúkdómur sem hefði líklega verið hægt að koma auga á með tiltölulega einfaldri hjartaskoðun.

Áætlað er að nýjar reglur UEFA taki gildi frá og með næsta tímabili en KSÍ hefur verið veittur frestur til 2009 til að finna leiðir til að lækka kostnaðinn sem þær hafa í för með sér fyrir félögin.

Fréttablaðið 03.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-