-Auglýsing-

Landspítalinn: Uppsögn og ráðning forstjóra

LandpítalasvæðiEftir sviptingar síðustu vikna eru forstjóraskipti á Landspítalanum. Þó þetta beri snögglega að er þetta skiljanlegt í ljósi stöðunnar og verður vonandi til góðs þegar til lengri tíma er litið.

Eðlilega veldur það titringi þegar forstjóri jafn viðkvæmrar stofnunar eins og Landspítala segir skyndilega upp störfum.

-Auglýsing-

Ég get þó ekki sagt að uppsögnin hafi komið mér á óvart og ástæðurnar sem hann gefur upp fyrir uppsögninni eru skiljanlegar.

En þó þetta séu góð og gild rök hjá Birni get ég þó ekki varist þeirri hugsun að kannski séu fleiri aðstæður þarna að baki sem eru kannski ekki alveg jafnvinsælar í opinberri umræðu.

Það liggur fyrri að síðan forstjórinn þáði 450 þúsund krónu launahækkunina fyrir um ári síðan sem reyndar náði ekki fram að ganga, hefur Landspítalinn bókstaflega logað stafnana á milli í launadeilum og allskonar starfsmannadeilum.

Það liggur líka fyrir að á árinu 2009 voru 24 almennir læknar á lyflækningasviði spítalans. Í september voru þeir 10 og stefndi í að þeim færi fækkandi.

- Auglýsing-

Í síðasta mánuði koma það einnig fram í fjölmiðlum að ekki hefði verið hlustað á viðvaranir eða tillögur lækna á síðustu misserum og trúnaðarbrestur væri ríkjandi milli starfsfólks og yfirstjórnar spítalans.

Nú hefur verið gripið til aðgerða til að snúa þessari þróun við en staðreyndin er sú að þessi fækkun læknanna átti sér stað á vakt Björns.

Ákvörðun Björns er rökrétt í ljósi stöðunnar.

Nýr forstjóri leysir ekki vanda spítalans og ég þekki engin deili á Páli Matthíassyni, nýja forstjóranum en það er vel talað um hann og hann virðist hafa skýra sýn á hvernig hlutirnir eiga að vera. Auk þess virðist Páll njóta trausts starfsmanna sem er afar mikilvægt.

Það er sannarlega von mín að nýja forstjóranum takist með hjálp stjórnvalda að reisa hinn langveika sjúkling úr rekkju sem Landspítalinn sannarlega er. Vandi spítalans er ekki nýr af nálinni en steininn hefur tekið úr á allra síðustu árum.

Forsendan fyrir því að það sé hinsvegar yfirhöfuð hægt að reisa við Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild sinni, er að stjórnvöld girði sig í brók og sjái til þess að fjárveitingar til stofnanna kerfisins verði afgreiddar í samræmi við það sem nauðsyn krefur á hverjum tíma.

Ef sú verður ekki raunin verður niðurstaðan sú að misvitrir stjórnamálamenn bera með framferði sínu á síðustu kjörtímabilum, ábyrgð á því ef heilbrigðiskerfið okkar fer endanlega fram af bjargbrúninni.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-