-Auglýsing-

Landspítali: Aðgerðaáætlun í 5 liðum

LSH 074Í dag kynntu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala sameiginlega yfirlýsingu í fimm liðum um aðgerðir sem ráðist verður í til að bæta stöðu lyflækningasviðs sjúkrahússins.

1. Dregið verður úr álagi á starfsemi lyflækningasviðs. Ráðstafanir verða gerðar til leysa fráflæðisvanda LSH, sem er fyrst og fremst vegna skorts á vistunarúrræðum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð á LSH.
Gert er ráð fyrir að LSH skili ráðherra sérstakri aðgerðaáætlun eigi síðar en 20. september 2013.

2. Gerðar verða breytingar á skipulagi lyflækningasviðs sem styrkja faglega forystu og rekstrarlega ábyrgð.

a. Yfirlæknir almennra lyflækninga verður settur í september og staðan síðan auglýst.
b. Yfirlæknir almennra lyflækninga verður formaður sérstaks fimm manna starfshóps lækna sviðsins sem skila á forstjóra og framkvæmdastjórn LSH skriflegum tillögum sem m.a. eiga að taka til eftirfarandi þátta:

1. Mat á fýsileika þess að skipta lyflæknissviði í almennar lyflækningar og sérgreina lyflækninga
2. Skilgreining verkefna almennra og sérgreina lyflækninga,
3. Mat á mannaflsþörf með hliðsjón af klínískum og akademískum verkefnum.
Hópurinn skilar tillögum sínum fyrir lok október 2013.

c. Framhaldsmenntun í almennum lyflækningum verður efld með opinberri viðurkenningu heilbrigðis- og menntamálayfirvalda ásamt sérstakri fjárveitingu til verkefnisins næstu 5 árin. Þannig verður skrifstofa framhaldsmenntunarstjóra styrkt til að skapa betri umgjörð um framhaldsnámið.
• Undir forystu framkvæmdastjóra lyflækningasviðs og forseta læknadeildar HÍ verður skipaður starfshópur sem skila skal ráðherra tillögum um hvernig efla skal háskólahlutverk LSH, hvernig nýliðun í lyflækningum verður tryggð og möguleikar til starfsþróunar auknir. Hópurinn skilar tillögum sínum í lok febrúar 2014

- Auglýsing-

3. Stuðningur við störf lækna verði aukinn verulega með því að nýta betur krafta og hæfni hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, klínískra lyfjafræðinga, ritara sérgreina og eftir föngum annarra starfsstétta.
Samstarfshópur með fulltrúum ofangreindra stétta verður settur á fót undir forystu framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Hópurinn skilar forstjóra og framkvæmdastjórn LSH tillögum fyrir lok nóvember 2013

4. Áfram verður unnið að því að styrkja og efla bráðastarfsemi spítalans með því að koma henni undir eitt þak.

5. LSH mun í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld halda áfram að endurskoða skipulag læknisþjónustu á Íslandi í því skyni að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar um allt land, ásamt því að auka hagkvæmni. Þetta snertir ekki síst þjónustu vegna langvinnra sjúkdóma sem nú er veitt á þremur þjónustustigum – í heilsugæslunni, á stofum sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og á göngudeildum Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana.

Tengt efni :

Langveikur Landspítali

Hvenær drepur maður (ríkisstjórn) mann?

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-