-Auglýsing-

Landlækni ekki kunnugt um ótimabær dauðsföll

Landlæknir segir að embættinu sé hvorki kunnugt um ótímbær dauðsföll sjúklinga á biðlista eftir opnum hjartaaðgerðum né hjartaþræðingum hér á landi. Heilbrigðisráðherra segir biðlista eftir hjartaþræðingum hafa styst verulega á þessu ári og unnið sé að því að stytta þá enn frekar.

190 manns eru á biðlista eftir hjartaþræðingu og kransæðavíkkun og á fimmta tug manna bíða eftir opinni hjartaskurðaðgerð. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Hjartaheilla að líkur væru á að 10% þeirra sem væru á biðlista eftir þræðingu eða opinni hjartaaðgerð lifðu ekki biðtímann af.

Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að embættinu sé hvorki kunnugt um ótímabær dauðsföll sjúklinga á biðlista eftir slíkum aðgerðum hér á landi. Tölurnar sem Hjartaheill vitnaði til séu byggðar á nokkurra ára gömlum breskum rannsóknum sem ekki sé hægt að heimfæra að fullu um aðstæður hér á landi.

Biðlistinn á Landspítalanum eftir hjartaþræðingum hafi styst um 20% síðustu fimm mánuði og þeim sem hafi beðið lengur en þrjá mánuði eftir þræðingu hafi fækkað um helming. Heilbrigðisráðherra segir markvisst unnið að því að stytta biðlistana.

Sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar tvö um málið hér

www.visir.is 01.07.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-