-Auglýsing-

Lágkolvetnamataræði: Algengur misskilningur

LágkolvetnadiskurLágkolvetnamataræðið hentar vel fyrir ákveðna hópa og jafnvel eru þeir til sem hafa þá skoðun að lágkolvetnamataræði sé glimrandi gott fyrir alla þá sem þurfa að létta sig eða laga blóðgildin sín, nú eða bara lifa góðu lífi í sátt við líkama sinn.

Hefðbundin næringafræði hefur sett sig mikið á móti þessu mataræði, enda er nokkuð mikill munur á lágkolvetnamataræði og því mataræði sem Landlæknisembættið mælir með. Halli Magg heldur úti vefsíðunni heilsusidan.is. Halli er Osteópati B.Sc (hons) og með einkaþjálfarapróf og hefur lesið mikið um heilsutengd málefni og meðal annars um lágkolvetnamataræðið. Hann hefur tekið saman nokkur atriði sem eru algengur misskilningur varðandi lákolvetnamataræði.

Það er slæmt að sleppa öllum kolvetnum

Það er algengur misskilningur að á lágkolvetnafæði sé öllum kolvetnum sleppt. Sannleikurinn er að á lágkolvetnafæði er neysla á kolvetnum minnkuð en alls ekki hætt. Neyslu kolvetna er minnkuð í samræmi við það sem hentar hverjum og einum.

Lágkolvetnamataræði eru hættuleg þar sem það veldur ketóneitrun

Ketónur (ketones) eru efni sem myndast þegar líkaminn brennir fitu fyrir orku. Fólk sem er með sykursýki er í hættu að safna upp ketónum í líkamanum upp að því marki að það getur fengið ketóneitrun. Magnið af ketónum sem venjulegt lágkolvetnafæði myndar er langt frá því magni sem sykursjúkur einstaklingur með sykursýki sem er ekki undir stjórn framleiðir. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á öryggi lágkolvetnafæðis, jafnvel fyrir börn. Ef þessi hætta væri staðreynd væru mörg samfélög steindauð úr ketóneitrun þar sem mjög lágt lágkolvetnafæði var algengt hjá frumbyggjasamfélögum.

- Auglýsing-

Það er óhollt að borða svona lítið af grænmeti og ávöxtum

Lágkolvetnafæði leggur einmitt áherslu á að borða grænmeti og ávexti en á sama tíma leggur áherslu á að valið sé næringarmesta grænmetið og ávextir sem inniheldur sem minnst af sterkju. Þumalputtareglan er að það má borða ótakmarkað af litríku, sterkjulitlu grænmeti eins og grænkáli og brokkólí, en takmarka sterkjumikil næringarlítið grænmeti eins og kartöflur og rófur. Sama á við ávexti en almennt eru neysla ávaxta meira takmörkuð þar sem þeir eru mun ríkari af einfaldari sykrum. Í umfangsmikilli skoðanakönnun meðal fólks sem lifði á lágkolvetnafæði kom einmitt í ljós að neysla þess á hollari grænmeti og ávöxtum var meiri á lágkolvetnafæði en áður.

Það er ekki nóg af trefjum í lágkolvetnamataræði

Eins og sést á svarinu hér fyrir ofan þá leggur lágkolvetnafæði áherslu á holl kolvetni, hvort sem það er ávextir, grænmeti eða heilkorn. Þetta er einmitt það kolvetni sem er ríkast af trefjum. Á lágkolvetnafæði skal takmarka neyslu á einföldum kolvetnum og unnu korni sem er hvort eð er trefjalaust eða trefjalítið. Ein algeng “aukaverkun” af lágkolvetnafæði er einmitt að fólk þarf ekki lengur að kljást við hægðatregðu.

Lágkolvetnafæði eykur líkurnar á hjartasjúkdómum

Eins og sjá má á upptalningu á kostum lágkolvetnafæðis þá bætir það nánast alla mælikvarða hjartasjúkdóma. Það lækkar þríglýseríð, lækkar blóðþrýsting, bætir blóðsykurstjórn, hækkar HDL (góða) kólesterólið, bætir LDL (vonda) kólesterólið og lækkar CRP gildi, auk þess sem líkamsþyngd fer í betra horf. Allt eru þetta mælikvarðar á minni áhættu fyrir hjartasjúkdómum.

Lágkolvetnafæði eykur hættuna á beinþynningu

Rannsóknir hafa sýnt að prótein er nauðsynlegt til auka uppsog kalks. Í nýlegum rannsóknum þar sem borin voru saman mataræði með miklu próteini (eins og í lágkolvetnamataræði) á móti mataræði með litlu próteini (eins og hefðbundið hákolvetnamataræði) kom í ljós að hápróteinfæðið jók uppsog kalks á meðan lágpróteinfæðið minnkaði uppsog kalks.

- Auglýsing -

Háprótein mataræði skemmir nýru

Þetta er gömul mýta sem virðist vera óendanlega lífsseig. Uppruni hennar kemur frá því að fólk sem er með nýrnasjúkdóma hefur hag af því að minnka próteininntöku að ákveðnu marki og þar sem mikið prótein er ekki æskilegt fyrir nýrnasjúklinga þá hlýtur prótein að vera erfið fyrir nýru almennt. Sannleikurinn er sá að fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að heilbrigð nýru eiga í engum vandamálum með mataræði sem inniheldur hærra en venjulegt magn próteina.

Fólk léttist á lágkolvetnamataræði út af vatnstapi og af því að mataræðið er hitaeiningasnautt

Rannsókn á samsetningu þyngdartaps þeirra sem léttast á lágkolvetnafæði sýndi að þyngdartapið kemur ekki meira af vatnstapi en það sem eðlilegt er.

Varðandi að þyngdartap á lágkolvetnafæði stafi af því að mataræðið er hitaeiningasnautt er bæði satt og ósatt. Samanburðarrannsóknir á lágkolvetnafæði og hákolvetnafæði hefur sýnt fram á jafn mikið þyngdartap, meira þyngdartap á lágkolvetnafæði við sama fjölda hitaeininga og meira þyngdartap á lágkolvetnafæði við fleiri hitaeiningar. Þannig að augljóslega hefur lágkolvetnafæði einhver önnur áhrif en það sem hægt er að útskýra eingöngu með lækkun á hitaeiningum. Svarið við því er að lágkolvetnafæði hefur jákvæð áhrif á hormónastjórnun, sérstaklega insúlín.

Þar sem insúlín hefur áhrif á svengd þá hefur lágkolvetnafæði þann kost að það leiðir ekki til hungurtilfinningu eins og hákolvetnafæði sem gjarnan hækkar insúlín sem leiðir til aukinnar svengdar.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-