-Auglýsing-

Lagabreyting gæti ógnað lífi fólks

Talsmenn fyrirtækja, sem flytja inn lækningavörur hafa þungar áhyggjur af lagafrumvarpi, sem kynni að tefja afgreiðslu hraðsendinga til landsins. Líf sjúklinga geti legið við þegar beðið er eftir varahlutum í tæki og hlutum, sem notaðir eru í hjarðaaðgerðir.

Forráðamenn hraðsendingarfyrirtækja telja að flestir hraðflutninga tefjist um einn til tvo daga, verði frumvarp um breytingu á tollalögum samþykkt. Landspítalinn reiðir sig á lækningatæki og varahluti einkum frá tveimur fyrirtækjum, Fastus og Medor. Í báðum fyrirtækjum hafa menn þungar áhyggjur af frumvarpinu.

-Auglýsing-

Sigtryggur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Medors segir að breytingin myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins og líka á viðskiptavini þess.

„Við reiðum okkur mjög mikið á þessar hraðsendingar, sér í lagi á vörum eins og varahlutum fyrir ýmisskonar lækningatæki og rannsóknartæki sem eru inni á heilbrigðisstofnunum hér á landi.“

Sigtryggur segir að frumvarpið kynni að hafa veruleg áhrif á rekstraröryggi á Landspítalanum. Medor sér spítalanum fyrir varahlutum í rannsóknartæki fyrir hjartasjúklingar.

Hjá Fastus taka menn undir þessar áhyggjur. Arnar Bjarnason, markaðsstjóri Fastusar bendir á að þar flytji menn til dæmis inn belgi sem notaðir séu í hjartaaðgerðum. „Ef við náum að senda út pöntun fyrir eitt eða tvö á daginn, þá er varan kominn inn á gólf til okkar tíu daginn eftir. Jafnvel hægt að nota hana í aðgerð seinna um daginn. Við viljum náttúrulega helst ekki að sjúklingur þurfi að bíða í einn til tvo daga, eftir að varan komi til landsins.“

- Auglýsing-

Arnar ímyndar sér að sú töf geti jafnvel í ákveðnum tilfellum ógnað lífi fólks.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ekki hafi nægilegt samráð verið haft við hraðsendingarfyrirtækin. Helgi hefur óskað eftir því að tollstjóri fundi með þeim á næstu dögum.

www.ruv.is 05.02.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-