Samkomulag hefur náðst í deilu unglækna og Landspítalans. 65 unglæknar sem lögðu niður störf 1, apríl, snúa aftur til vinnu á næstu dögum. Samkomulagið gengur út á að breytingum á vaktafyrirkomulagi er frestað.
Unglæknarnir hættu vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem þeir telja ólöglegt. Á Landspítalanum starfa 480 læknar svo þetta hefur væntanlega veruleg áhrif á starfsemi spítalans.
-Auglýsing-
Læknar sem rætt var við í dag segja að aðeins hefði verið hægt að starfa með þessum hætti um skamma hríð en ekki til lengri tíma. Yfir páskahelgina hefur bara bráðaþjónustu verið sinnt. Yfir helgina hafa sérfræðilæknar og læknar á bakvakt verið kallaðir út og fyllt í stöður unglæknanna.
www.ruv.is 05.04.2010
-Auglýsing-