-Auglýsing-

Kvennahlaup ÍSÍ í samstarfi við Hjartavernd

Þann 1. júní skrifuðu Hjartavernd og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undir samstarfssamning vegna 18. Kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer á 100 stöðum hérlendis sem erlendis laugardaginn 16. júní.

Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 56.000 (rúmlega helmingur) íslenskra kvenna á aldrinum 16-75 ára hafa einhverntíman tekið þátt í kvennahlaupi ÍSÍ.

Yfirskrift hlaupsins í ár er „Hreyfing er hjartans mál“ að tilefni samstarfs ÍSÍ við Hjartavernd. Markmið samstarfsins er að vekja athygli á starfi Hjartaverndar og beina kastljósinu að konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættu.

Hjartavernd vill vekja athygli á því að hjarta- og æðasjúkdómar eru ekki síður vandamál kvenna en karla. Slíkir sjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna og valda til dæmis mun fleiri dauðsföllum en allar tegundir krabbameins samanlagt. Hreyfing og heilbrigðir lífshættir eru ein mikilvægasta forvörnin og hefur hreyfing sérstaklega jákvæð áhrif á konur og verndar þær betur en karla gegn kransæðastíflu en konur sem hreyfa sig daglega minnka líkurnar á kransæðastíflu um 30%.

Hollt mataræði er einnig mikilvægt þegar kemur að heilbrigði hjarta- og æðakerfis. Offita er einn af áhættuþáttunum auk þess að hafa neikvæð áhrif á aðra þekkta áhættuþætti eins og háþrýsting, sykursýki og kólesteról. Með réttu mataræði og hreyfingu er því hægt að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum talsvert og eiga heilbrigt hjarta ævilangt.
Hætta á að deyja úr kransæðastíflu fjórfaldast hjá konu sem reykir pakka á dag. Ef fimmtugur einstaklingur sem reykt hefur pakka á dag hættir að reykja, bætir hann að meðaltali 5-6 árum við ævi sína.

Að auki vill Hjartavernd benda á að í sumum tilfellum eru einkenni kransæðastíflu önnur hjá konum en körlum. Einkennin geta verið óljósari og lúmskari og lýsa sér ekki með hefðbundnum hætti með verk yfir brjóskassa með leiðni út í handlegg. Hins vegar er rétt að benda á að karlar geta haft þessi einkenni líka. Merki um kransæðastíflu á alltaf að taka alvarlega sama hver á í hlut.

- Auglýsing-

Lúmskari merki um kransæðastíflu geta verið:
• Almenn óþægindi, þrýstingur eða verkur í miðjum brjóstkassa jafnvel undir bringubeini eða á milli brjóstanna.
• Óþægindin geta leitt upp í efri hluta líkamans, út í annan eða báða handleggi, út í bak, hálsinn eða kjálka.
• Mæði án þess að óþægindi eða verkur í brjóskassa fylgi með.
• Verkir í kviðarholi sem lýsa sér eins og meltingafæratruflanir.
• Þróttleysi og þreyta án þess að ástæða sé fyrir
• Kvíði og óróleiki, kuldahrollur, flökurleiki, svimi

Hjartavernd er það sérstakt gleðiefni að starfa með ÍSÍ að þessum merka viðburði sem Kvennahlaupið er.

www.hjarta.is  01.06.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-