-Auglýsing-

Kryddhjúpaður og fylltur hátíðarfugl með rósmarínsósu

Kryddhjúpaður og fylltur hátídarfugl med rósmarínsósuMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er í sannkölluðu jólaskapi í Eldað með Holta á ÍNN í kvöld. Upppskrift vikunnar er alveg tilvalin fyrir hjartafólk sem vill forðast reykta matinn sem fer yfirleitt ekki vel í okkur.  

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að kryddhjúpuðum og fylltum hátíðarfugl með rósmarínsósu. 

Kryddhjúpaður og fylltur hátíðarfugl með rósmarínsósu.

1 hátíðarfugl u.þ.b. 2-3 kg.
Salt og nýmalaður pipar

Fylling

- Auglýsing-

200 g tilbúin brauðfylling, t.d. Herb Seasoned stuffing frá Pepperidge Farm
200 g alifuglahakk eða grísahakk
1 dl hvítvín
1 egg
Salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Setjið síðan fyllinguna inn í fuglinn.

Kryddhjúpur

100 g bráðið smjör
1 pakki Provencale frosin kryddblanda frá Findus

Blandið vel saman.

Losið haminn frá bringuskipinu með því að smeygja hendinni undir haminn og losa hann vel frá bringunni og lærunum. Hellið kryddsmjörinu undir haminn og kryddið allan fuglinn með salti og pipar. Bakið fuglinn við 180°C í u.þ.b. 2 klst. eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C.

Rósmarínsósa

2 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2-3 rósmaríngreinar eða 1 msk. þurrkað
2,5 dl hvítvín
2,5 dl kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur
2,5 dl rjómi
Sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Salt og nýmalaður pipar

- Auglýsing -

Hitið olíu í potti og kraumið laukinn, hvítlaukinn og rósmarín í 2 mínútur án þess að brenna. Bætið þá hvítvíni í pottinn og sjóðið niður í sýróp. Þá er kjúklingasoði og rjóma bætt í pottinn og látið sjóða í 1 mínútu. Sigtið þá soðið í annan pott og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Gott er að bæta smá soði úr ofnskúffunni í sósuna.

Berið fuglinn fram með sósunni og t.d. bökuðum litlum kartöflum og grænmeti.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-