-Auglýsing-

Komnir fram af bjargbrúninni

iStock 000010762149XSmall“Heilbrigðismál þurfa að vera kosningamál,“ sagði Sigurður Guðmundsson, sérfræðilæknir á Landspítalanum og fyrrverandi landlæknir, á opnum fundi í gær um hvernig mætti endurbyggja heilbrigðiskerfið. Sigurður sagði Íslendinga ekki komna fram á bjargbrúnina heldur frekar fram af henni.

Húsfyllir var á Grand hóteli þar sem fundurinn fór fram og því ljóst að mikill áhugi er á heilbrigðismálum sem kosningamáli fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 27. apríl næstkomandi. Sigurður sagði fund sem þennan mjög tímabæran og spurði hvers vegna ekki væri tekist á um heilbrigðismál á Íslandi. Heilbrigðismálin væru oftar en ekki kosningamál í öðrum löndum en aldrei á Íslandi.

Sigurður sagði margt benda til þess að öryggi sjúklinga væri í hættu þar sem sífellt hefði verið klipið af framlögum til heilbrigðismála. Það væri sú stemning sem ríkti meðal lækna. Landspítalinn væri hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar en þar væri ekki allt með felldu og ýmislegt sem gengið hefði á. Spítalinn væri yfirfullur og afleiðingin sú að fólk lægi reglulega á göngum.

Fjölmörg úrlausnarefni bíða

Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, hélt einnig tölu á fundinum og vitnaði m.a. í tölur frá OECD um framlög til heilbrigðismála. Samkvæmt þeim eru framlög Íslendinga til heilbrigðismála miðað við landsframleiðslu rétt undir meðaltali. Hann sagði það staðreynd að aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustu fengist ekki nema að draga það annars staðar frá. Þá nefndi Kristján fjölmörg úrlausnarefni sem biðu, t.d. samninga við tannlækna, sérfræðilækna og sjúkraþjálfara auk fleiri stétta.

Morgunblaðið 04.04.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-