-Auglýsing-

Kapellan

KapellanÖllum er mikilvægt að eiga sér helgireit til að leita friðar og komast í návígi við andann. Þetta þarf ekki að vera trúarleg athöfn frekar en fólk vill, heldur fyrst og fremst staður þar sem hægt er að finna frið og ró.

Ég fer stundum í kapelluna í klaustri Karmelsystra í Hafnarfirði. Hingað hef ég komið reglulega í 20 til 30 ár þegar mig vantar styrk og leiðsögn, þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða leita huggunar.

Hér inni er allt einfalt og hér líður mér vel, einstakur friður og ró, einmitt það sem ég þarf stundum á að halda. Oftast er engin hér þegar ég kem og þá leggst ég á hnén, verð viðkvæmur, felli tár, fæ huggun í kyrrðinni því hér er andinn svo einstakur.

Hér kem ég og verð agnarsmár og gefst upp og leyfi andrúmslofti kapellunar að umvefja mig og það er einstök tilfinning.

Hér hef ég komið á erfiðustu stundum lífs míns þegar veikindi mín hafa verið við það að buga mig og ég sjálfur kann ekki fleiri ráð, eða vantar kjark til að geta haldið áfram.

Það er magnað andrúmið í kyrrð kapellunnar og ég kveiki á venjulega á kerti til að minnast þeirra sem horfnir eru á vit feðranna.

- Auglýsing-

Ég sest á bekk og drekk í mig kyrrðina og anda að mér svölu lofti kapellunar sem er einstakt, tárin taka að streyma niður vanga mína, hér er gott að vera.

Hér inni er tilfinningin eins og ég sé tekinn í fangið, huggaður, umvafinn elsku. Hér er mér alltaf mætt á þeim stað sem ég er hvort sem er í gleði eða sorg, hér á ég athvarf.

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-