-Auglýsing-

Kalk og hjartasjúkdómar

MjólkÉg fæ reglulega fyrispurnir um eitt og annað sem fólki liggur á hjarta og að undanförnu hef ég fengið nokkrar fyrspurninr um kalk (kalsíum) og tengsl þess við hjartað. Ég fór í genum efnið birti hér aftur pistil frá síðasta ári um rannsókn sem var hluti af stórri Evrópskri rannsókn (Epic) og sagt var frá í fjölmiðlum í Danmörku á síðasta ári.

Rannsókn bendir til verulega aukinnar hættu á blóðtöppum. Hentu kalk/kalsíum töflunum – borðaðu í staðinn kalkríkan mat.

-Auglýsing-

Um hálf milljón Dana, sem á hverjum degi taka kalk/ kalsíum töflur til að styrkja beinin, eru að leggja heilsu sína að veði. Þetta staðfestir ný umfangsmikil rannsókn, sem sýnir að náttúrulegar kalk/kalsíum töflur auki áhættuna á að fá lífshættuleg hjartaáföll og blóðtappa.

Rannsóknin, sem birt er í tímaritinu Medical Journal Heart, er sú umfangsmesta á þessu sviði með 24.000 þátttakendum á aldrinum 3-64 ára og þeim var fylgt eftir í 11 ár.

- Auglýsing-

”Kalk/kalsíum töflurnar auka samkvæmt könnuninni, marktækt hættu á að fá blóðtappa í hjartað (hjartaáfall) og af því verðum við nú að álykta að taka skal töflurnar með mikilli varúð og aðeins í samráði við lækni”, segir Dr. Jerk W. Langer, sem rannsakar náttúruleg efni og kennir læknum rétta notkun fæðubótarefna.

”Einnig hafa fyrri niðurstöður rannsókna sýnt að kalktöflur auki hættu á að fá hjartaáfall um 25 til 100%. Við getum ekki haldið áfram að grafa höfuðið í sandinn og láta sem þetta sé bara tölfræðileg tilviljun. Ég mæli eindregið með því að fólk tali við lækni um kosti og galla þess að taka kalktöflur. Það á ekki að taka kalktöflur samkvæmt leiðbeiningum afgreiðslufólks í apótekum, afgreiðslufólks í heilsubúðum eða auglýsingum í blöðum eða tímaritum”, segir Dr Jerk W. Langer.

Vísindamenn hafa komist að því að kalsíummagn í blóði þeirra sem taka kalktöflur, hækkar verulega innan mjög skamms tíma eftir að töflurnar eru teknar inn. Þetta eykur hættu á kölkun í æðum – og hættu á hjartasjúkdómum.

”Ef þú í staðinn færð kalk í gegnum fæðuna, dreifist kalkneyslan yfir daginn og kemur í veg fyrir þéttni í blóði. Þannig að ég mæli eindregið með því að borða í staðinn lítið magn af fitusnauðum mjólkurvörum nokkrum sinnum á dag, auk þess sem er gott að borða baunir og sojavörur” segir læknirinn.

Af um það bil. 500.000 Dönum sem borða kalk/kalsíum töflur á hverjum degi, er mikill meirihluti konur sem vilja að koma í veg fyrir beinþynningu og hættu á hættulegum mjaðmarbrotum. Fjölmargar taka kalk oft samhliða D-vítamíni, eins og læknar þeirra hafa ráðlagt.

”Kalk sem fæðubótarefni virðist þó alls ekki nærri eins gott og margir hafa haldið. Mitt ráð til kvenna sem vilja forðast beinþynningu, er að borða mat með mikið kalkinnihald, að taka langan göngutúra á hverjum degi, stunda eins mikla líkamsþjálfun eins og þú getur, hætta að reykja, ekki vera of grönn og borða fisk til að fá mikið af D-vítamíni. Kalktöflur (kalsíum) eru langt því frá að vera besta aðferðin til að fá nóg af kalki”, segir Jerk W. Langer.

Þessi nýja rannsókn er hluti af stórri evrópskri rannsókn sem heitir EPIC. Niðurstaða rannsakenda er sú að með því að taka kalk/kalsíum í töfluformi tvöfaldast líkur á hjartaáfalli hjá viðkomandi einstaklingi. En rannsóknin sýnir líka að það er gott að fá ríkulega af kalki úr fæðunni. Manneskja sem fær 800 mg af kalki/kalsíum á dag, hefur í raun minnkað líkur á því að fá hjartaáfall.

”800 mg í rannsókninni svarar nokkuð vel til þess hvað dæmigerður Dani fær í gegnum fæðuna á degi hverjum. Þetta þýðir að í öllum tilvikum skal aðeins íhuga at taka kalk/kalsíum fæðubótartöflur ef þú færð of lítið kalsíum í fæðunni”, segir Jerk W. Langer.

Rannsakendur reiknuðu áhættuna af því að taka kalk/kalsíumtöflur. Ef 1.000 aldraðir konur taka kalktöflur yfir fimm ára tímabil, fá 14 þeirra hjartaáfall, 10 fá heilablóðfall eða heilablæðingar og 13 konur deyja. Hins vegar komast 26 konur hjá því að mjaðmagrindarbrotna vegna veikburða beina.

Prófessor Arne Astrup, sem hefur meðal annars rannsakað þýðingu kalks/kalsíum á heilsu fólks, hefur áður komið með aðvaranir gegn notkun á kalk/kalsíumtöflum sem fæðubótarefni í dagblaðinu Berlinske Tindende.

- Auglýsing -

”Öllum sem hefur verið ávísað Kalk/Kalsíum sem fæðubót vegna alvarlegs ofnæmis, beinþynningar, o.s.frv. verða að sjálfsögðu að halda áfram að taka Kalk/kalsíum og D vítamín, en þeir sem taka það í varúðarskyni eða sem fyrirbyggjandi ráðstöfun, ættu líklega að taka pásu þar til vísindasamfélagið og yfirvöld hafa melt þessar nýju niðurstöður”, er það sem Prófessor Astrup hefur áður tekið fram.

Susanne Bügel, líffræðingur og fræðimaður sem einnig rannsakar meðal annars fæðubótarefni, er sammála því að við ættum að sleppa Kalk/kalsíum töflunum ef við tökum þær án eftirlits læknis. ”Það er mín niðurstaða að heilbrigð manneskja hafi ekki þörf fyrir auka kalk sem fæðubót”.

Greinin er þýtt úr vefútgáfu BT.

Sjá má greinina í heild sinni hér

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-