-Auglýsing-

ÍE: Nýtt lyf við blóðtappa lofar góðu

Íslensk erfðagreining kynnti í morgun niðurstöður rannsóknar á nýju lyfi við blóðtappa. Þær sýna að lyfinu, DG041 sem þróað hefur verið hjá fyrirtækinu, fylgja litlar aukaverkanir ef miðað er við önnur samskonar lyf. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir lyfið geta breytt miklu fyrir fyrirtækið.

Á fundi í morgun sem haldin var fyrir fjárfesta og fjölmiðla voru kynntar nýjar niðurstöður klínískra prófa og rannsókna á lyfinu DG041 sem er notað gegn myndun blóðtappa. Lyfið virðist hafa mjög jákvæð áhrif á sjúklinga án alvarlegra aukaverkanna sem önnur lyf við blóðtappa hafa. Blæðing vegna blóðþynningar eru algengar aukaverkanir sem lyf við blóðtappa valda en lyfið DG041 virðist ekki hafa slíkar aukaverkanir. Ef lyfið verður sett á markað gæti það þýtt algjöra byltingu fyrir fyrirtæki eins Íslenska erfðagreiningu að sögn forstjórans, Kára Stefánssonar.

Á fundinum í morgun voru ennfremur kynntar niðurstöður úr öðrum rannsóknum en alls þrjú lyf gegn hjarta- og æðasjúkdómum eru í þróun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hefur verið sett á markað tæki til að greina áunna sykursýki en önnur greiningarpróf eða tæki fyrir aðra sjúkdóma eru líka í undirbúningi.

www.ruv.is 25.06.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-