-Auglýsing-

Í þræðingu með hraði

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fór „óvart“ í hjartaþræðingu. Honum var ruglað saman við annan sjúkling eftir að blóðprufur þeirra víxluðust.
Það alvarlega við þessi mistök var að maður sem var í raun hjartveikur skyldi vera sendur heim af spítalanum í stað mín,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem var fyrir mistök sendur með hraði í hjartaþræðingu um helgina – á grundvelli ruglings á blóðprufum hans og annars sjúklings á spítalanum í Eyjum. Sá fór heim til sín, enda talinn hinn hraustasti með blóðprufu Elliða því til sönnunar.

Aðdragandi málsins var sá að Elliði, sem hefur meðfæddan hjartagalla, fann fyrir verk fyrir brjósti á fimmtudag og fór á spítalann í Eyjum til að láta athuga sig. „Ég var í rannsóknum þá um kvöldið og blóðprufa var send til Reykjavíkur til frekari skoðunar,“ segir hann. „Niðurstöðurnar komu eftir hádegi daginn eftir og sýndu að í blóðinu voru hjartaensím sem bentu til þess að komið væri drep í hjartavöðvann með yfirvofandi hættu á kransæðastíflu.“

-Auglýsing-

„Ég var því sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og í sjúkrabíl með forgangsljósum á Landspítalann þar sem mín beið bráðahjartaþræðing. Það fannst hins vegar ekkert í kransæðunum en um kvöldið uppgötvaðist að ruglast hafði verið á blóðprufu úr mér og öðrum hjartasjúklingi á spítalanum í Eyjum. Mistökin áttu sér stað á Landspítalanum þegar glös með nöfnum okkar beggja voru strikamerkt.“

Hefði getað haft mun alvarlegri afleiðingar

Af hinum sjúklingnum er það að frétta að hann var kominn í meðferð á ný áður en Elliði sneri aftur til Eyja á sunnudag. „Þetta hefði getað haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér,“ bendir hann á. „Á mig hafði þetta þau áhrif að ég sit eftir með nokkur nálaför á búknum og væna marbletti. Það verður heldur ekki litið framhjá því að aukakostnaður vegna svona mistaka hlýtur að vera 1-2 milljónir króna vegna sjúkraflugs, aðgerðar og spítalalegu.“

Elliði hefur óskað eftir því að málið verði rannsakað nánar til að fyrirbyggja önnur svipuð mistök.

- Auglýsing-

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl

Morgunblaðið 14.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-