-Auglýsing-

Hrísgrjón: Er munur?

HrísgrjónSumir eru ekki fyrir kartöflur en velja hrísgrjón frekar. Hvernig hrísgrjón eigum við að velja? er munur? Axel F. Sigurðsson hjartalæknir hefur skoðað þetta með hrísgrjónin og þessi fróðleiksmoli kemur af vefsíðunni hans mataraedi.is

Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á fransbrauði og grófkornabrauði.

-Auglýsing-

Á síðasta ári voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). Rannsakendurnir tóku saman niðurstöður allra rannsókna sem uppfylltu ákveðin skilyrði og þar sem rannsóknarspurningin fjallaði um áhrif neyslu hvítra hrísgrjóna á tilurð sykursýki af tegund 2.  Rannsóknin náði til 350.000 manns sem fylgt hafði verið eftir í 4 – 22 ár og, annars vegar í tveimur Asíulöndum (Kína og Japan) og hins vegar í tveimur vestrænum löndum (Bandaríkjunum og Ástralíu).

Í rannsóknum frá Japan og Kína kom í ljós að þeir sem borðuðu mest af hvítum hrísgrjónum voru 55% líklegri til að fá sykursýki en þeir sem borðuðu minnst.  Í Ástralíu og Bandaríkjunum þar sem neysla hrisgrjóna er umtalsvert minni var munurinn milli þessarra hópa 12%. Í Kína og Japan var meðalneysla hrísgrjóna þrír til fjórir skammtar á dag borið saman við aðeins tvo skammta í viku á Vesturlöndum.

Langstærsti hluti neyslu hrísgrjóna í heiminum er í formi hvítra hrísgrjóna. Ýmiss konar verksmiðjuaðferðir eru notaðar til að framleiða hrísgrjónin og skapa þeim gljáa til að auka áhuga neytandans. Framleiðslan leiðir til hvítrar áferðarfallegrar vöru sem inniheldur nánast einungis sterkju.  Sterkja er ein tegund flókinna kolvetna. Við vinnsluna hafa hrísgrjónin meira og minna verið hreinsuð af trefjum, vítamínum og steinefnum. Hýðishrísgrjón innihalda aftur á móti talsvert magn af trefjum, vítamínum og steinefnum auk þess sem sykurstuðull þeirra er umtalsvert lægri en hvítra hrísgrjóna. Sykurálag (glycemic load) er því mun minna ef þú neytir hýðishrísgrjóna en hvítra hrísgrjóna.

Hýðishrísgrjón hafa heilt hýði sem er jákvætt því hýðið inniheldur flest næringarefnin.  Í hýðis-hrísgrjónum er meira af B-vítamínum heldur en í mörgu öðru korni. Þau innihalda auk þess járn, E-vítamín, amínósýrur og ómettaðar fitusýrur. Hlutfall trefja í hýðishrísgrjónum er hátt. Trefjaneysla er almennt talin mjög heilsusamleg.

- Auglýsing-

Ef þú velur hvít hrísgrjón ertu fyrst og fremst að tryggja þér fæðu sem inniheldur mikið magn af kolvetnum og fátt annað. Ef þú velur hýðishrísgrjón færðu flókin kolvetni auk ríkulegs  magns af trefjum, vítamínum og steinefnum sem er umtalsvert heilsusamlegra.

Tengt efni:

Kartöflur: Hollar eða óhollar? 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-