-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Sumarlok 2019

Það er tilvalið að fá sér kaffi í hjólatúrnum.

Á liðnu sumri höfum við hér á hjartalif.is hvatt lesendur okkar til að taka reiðhjólin út úr geymslum og skella sér í hjólatúr og kölluðum við þessa hvatningu „hjólað fyrir hjartað“

Við vorum í samstarfi við fjölmarga aðila og má þar fyrst telja hjólabúðina TRI sem lánuðu mér rafmagnshjól til að prófa, fjallahjólaklúbbinn, Bjarna Má sjúkraþjálfara hjá Hreyfingu og svo mætti lengi telja. Það er skemmst frá því að segja að þetta lukkaðist vel og af viðbrögðum að dæma hafa fjölmargir tekið hvatningunni og skellt sér í hjólatúr. Þúsundir lásu pistlana okkar um hjólreiðar í sumar og fjölmargir höfðu samband við okkur eða skruppu í hjólabúð.

Þó farið sé að hausta er samt hægt að hjóla og haustið getur verið sérlega ánægjulegur tími til hjólreiða sér til hressingar og heilsubótar. En um leið þá er gott að láta kíkja á hjólið í lok sumars og jafnvel huga að hjólakostinum fyrir næsta sumar.

Við erum alla vega þegar farinn að undirbúa næsta sumar en þá er hugmyndin að fá enn fleiri að borðinu og “hjóla fyrir hjartað“ eins og engin sé morgundagurinn. Þessi vakning er kominn til með að vera og má segja að tilrauninn okkar hafi tekist í sumar. Hjá mér sjálfum, hjartabilaða Birninum voru rafmagnshjólin slík upplifun að nýr heimur opnaðist. Það var stórkostlega tilfinning að finna hvernig rafmagnið gerði mér yfir höfuð kleift að njóta þess að hjóla.

Þetta hefði verið óhugsandi ef ekki hefði verið fyrir dygga aðstoð þeirra Vals og Róberts hjá TRI og kann ég þeim mestu þakkir fyrir frábært samstarf.

Þar sem árangurinn varð framar vonum er ég þessa dagana að panta mér rafmagnshjól í forpöntun hjá TRI. Það er stórsnjallt að hafa þennan háttinn á því strákarnir gefa 15% afslátt af forpöntunum og svo er hjólið sett saman áður en það er afhent hjá TRI í mars 2020. Það er semsagt um það leiti sem hjólastígar eru sópaðir og klárir fyrir nýtt og frábært hjólasumar „Hjólað fyrir hjartað 2020“.

- Auglýsing-

Niðurstaða

Hjólreiðar eru klárlega frábær leið fyrir hjartafólk til að stunda útiveru sér til heilsubótar og eða endurhæfingar. Þetta á ekki síst við um rafmagnshjólin sem eru í einu orði stórkostleg og opna möguleika sem mörgum hafa verið lokaðir til þessa. Rafmagnshjólinn koma sérlega vel út fyrir þá sem eru með takmarkaða afkastagetu hjartans og eins ef fólk er í stoðkerfisvandamálum. Á rafmagnshjólunum er mjög auðvelt að stjórna aðstoðinni sem rafmagnið veitir sem gerir hjólreiðatúrinn að hreinni skemmtun.

TRI verslun

Hægt er að skoða úrvalið hjá TRI á hlekknum hér fyrir neðan og panta sér t.d. rafmagnshjól sem eru snilld fyrir hjartafólk á 15% afslætti.

Nokkrir kostir þess að forpanta CUBE reiðhjól hjá TRI VERSLUN * Þú færð 15% afslátt af hjólinu og aukahlutum. Þeir mæla þig og þú færð rétta hjólið fyrir þig. Þú velur þér lit og hönnun. Þú færð dagsetning á það hvenær hjólið verður komið til landsins og klárt til afhendingar.

Forpöntunum líkur miðvikudaginn 2.október!

http://tri-forpontun.powerhourstudios.com/

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-