-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – lífsgæði

Það felast í því mikil lífsgæði að geta hjólað sér til heilsubótar.

Einhver hefði haldið að hjólreiðar væru kannski ekki málið fyrir mann eins og mig. Hjartabilaður, með takmarkaða afkastagetu hjartans auk þess að vera með gangráð/bjargráð. Í samstarfi við hjólreiðaverslunina Tri hef ég komist að því að rafmagnshjól breyta þessum hugmyndum og fyrir mér hefur opnast veröld sem færir mér mikil lífsgæði.

Á síðustu árum hefur ekki aðeins átt sér stað bylting hvað varðar hjólareiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa átt sér stað gríðarlegar framfarir í þróun á rafmagnshjólum og ótal margar gerðir í boði allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Þessar stórstígu framfarir hafa leitt af sér að rafmagnshjól eru vinsæl sem aldrei fyrr.

Hjólreiðar henta flestum með skerta getu

Þessi mikla fjölbreytni hefur gert það að verkum að mikið fleiri geta notið þess að þeysa um bæinn með vindinn í hárið eða bara að njóta útivistar í rólegheitum. Margt af þessu fólki er fólk sem hafði kannski setið á bekk og látið sig dreyma um að hjóla en ekki séð fram á að geta það hreinlega.

Þannig var ástatt með mig. Á þeim rúmum 17 árum sem liðinn eru frá hjartaáfallinu mínu hef ég ekki getað tekið mikinn þátt í leik með syni mínum sem hefur krafist einhvers líkamsþróttar. Mér hefur eins og gefur að skilja fallið þetta nokkuð þungt á köflum og oftar en ekki hef ég orðið leiður. Nú hjólum við fjölskyldan saman og ég nýt þess að geta verið með og tekið þátt. Annað sem hefur truflað mig lengi er að ég er með fleiri krankleika sem gera það að verkum að göngur eru mér erfiðar og framkalla innan skamms tíma verki sem eru frekar leiðinlegir. Ég finn ekki fyrir þeim á hjóli enda þarf ég ekki að bera uppi þyngdina mína.

Hjólað fyrir hjartað

Á síðasta ári þegar við byrjuðum með þetta hjólabrölt okkar „hjólað fyrir hjartað“ fékk ég lánað Cube rafmagnshjól hjá TRI verslun og komst þá að því að það sem ég hafði talið með öllu óhugsandi varð allt í einu raunhæfur möguleiki.

Ég varð því gríðarlega spenntur þegar ég fékk afhent Cube rafmagnshjól frá þeim í hjólbúðinni TRI nú í byrjun Júlí. Ég byrjaði rólega til að kynnast hjólinu og kynnast jafnvæginu. Ég hafði hjólað mikið sem barn og unglingur og reyndar hafði ég hjólað í vinnuna um tvítugt en það stóð þó ekki mjög lengi. Ég var því tiltölulega fljótur að öðlast sjálfstraust til að fara aðeins lengra með hverjum túrnum og finna að ég réð við verkefnið.

- Auglýsing-

Ég einsetti mér að fara sem oftast í smá túr og hélt mig við það að fara 5-7 km í einu til að byrja með of fikra mig í rólegheitum upp í 10 km markið. Þegar því var náð einsetti ég mér að reyna að fara helst á hverjum degi ef mögulegt og veður leyfði.

Aðalatriðið var að ég naut þess að hjóla og fann að ég réð vel við þetta. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu hvað rafmagnið virkaði vel og gerði hverja ferð að frábærri upplifun. Eins og ég nefndi í inngangi er ég er með hjartabilun þannig að þegar stóru vöðvana vantar súrefnisríkt blóð lendi ég stundum í vandræðum í daglega lífinu. Þetta á við þegar ég geng stiga og auk þess mæðist ég við göngu á jafnsléttu og tala nú ekki um þegar hallar upp á við. Hjartað í mér fer almennt ekki mikið yfir 130 slög á mínútu og þar sem mitt hjarta er ekki í topp standi þarf ég að hafa augað aðeins á þessu til að ofgera mér ekki.

Það kom mér því verulega á óvart á rafmagnshjólinu að með því að skipta ört niður gírunum í brekkum varð til skemmtilegt jafnvægi milli hjálparinnar frá rafmagninu og gírskiptingarinnar á hjólinu. Þetta gerði það að verkum að ég hef aldrei þurft að standa upp úr hnakknum, aldrei þurft að bera þyngdina mína uppi auk þess sem púlsin fer yfirleitt ekki mikið yfir 130 slög nema stuttan tíma. Þetta þýðir að túrinn er áreynslulítill en ég get svo auðveldlega minnkað stuðningin frá rafmótornum ef ég vil hafa meira fyrir túrnum. Hver og einn getur stjórnað þessu með því að ýta á einn hnapp.

Að lokum

Það ber að hafa í huga að áður en ég fékk gangráðin/bjargráðinn hefði þetta ekki verið mögulegt. Þetta litla apparat hefur breytt gríðarlega miklu fyrir mig persónulega og stórbætt lífsgæði mín.

Í þessu hjólaferli mínu hef ég auk þess fylgst með nokkrum „hjartavina“ minna sem hafa fengið sér rafmagnshjól og frásagnirnar eru allar á einn veg. Stórkostleg upplifun og lífsgæði aukist til mikilla muna.

Samhliða þessu brölti okkar hér á hjartalif.is hef ég stofnað hóp á Strava undir heitinu „Hjólað fyrir hjartað“. Þar geta þeir sem notfæra sér Strava fylgst með mér og fleirum þar sem leiðirnar sem ég er að hjóla koma fram og fleiri upplýsingar um ferðirnar sem geta verið áhugaverðar.

Það er engin vafi í mínum huga að það felast í því mikil lífsgæði að geta notið útiveru með þessum hætti. Annað sem hefur komið mér skemmtilega á óvart er hvað hjólastígar liggja oft um fallegar slóðir sem eru okkur gjarnan huldar þegar við þeysum um í bílaumferð. Þetta gerir það að verkum að ég er að uppgötva umhverfi mitt á annan og athyglisverðan hátt um leið og ég bæti lífsgæði mín.

Á næstunni ætla ég svo að birta fleiri pistla um ferðalög mín á hjólinu með fjölskyldunni vítt og breytt um bæinn og úti á landi.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-