-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað í eitt ár

Hér erum við Léttfeti á leiðinni úr Vaðlaheiðinni inn að Hrafnagili og út fjörðinn hinu meginn aftur í Vaðlaheiðina. Skemmtilegur hringur sem er um 33 km.

Í júlímánuði var ár síðan ég fékk Cube rafhjólið mitt og byrjaði að hjóla fyrir hjartað. Þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við Reiðhjólverslunina TRI við Suðurlandsbraut, Garminbúðina og 66 norður en stuðningur þeirra við verkefnið hefur skipt sköpum og í raun gert það að verkum að þetta var framkvæmanleg.

Í upphafi fannst mér við hæfi að gefa hjólinu nafn þar sem hugmyndin var sú að við myndum eyða töluverðum tíma saman. Léttfeti varð fyrir valinu og höfum við félagarnir verið samrýmdir og komið sérlega vel saman. Þegar við gerðum upp fyrsta árið varð niðurstaðan sú að við höfðum rúllað 4200 km eða sem svarar til 350 km á mánuði. Fyrir það fyrsta er þetta langt umfram þær væntingar sem ég hafði þegar lagt var af stað og þrátt fyrir að hafa slasað mig lítillega í febrúar og lítið getað hjólað í einar 5 vikur eftir það varð þetta niðurstaðan.

Lærdómurinn


Ég hef lært mikið og ekki síst um sjálfan mig og hvernig það er fyrir mig sem hjartabilaðan að stunda hjólreiðar á rafhjóli. Sem dæmi fór ég aðeins frammúr mér í maí og hjólaði 720 km. Það var of mikið og ég þurfti aðeins að hvíla mig til að ná taktinum að nýju. En þetta hefur gengið ótrúlega vel og sýnt mér og öðrum svo ekki verður um villst að rafhjólreiðar eru frábær leið fyrir þá sem hafa skerta líkamlega getu. Hjólreiðarnar gefa þeim færi á að stunda útivist og njóta þess sem hressandi útivera hefur upp á að bjóða. Auk þess eru rafhjólin frábærir fararskjótar til að sinna erindum vítt og breytt um bæinn. Ekki spillir fyrir að hver og einn getur gert þetta á sínum forsendum og þeim hraða sem passar hverju sinni.

Túrarnir

Á þessu ári höfum við fjölskyldan farið með hjólin með okkur út á land og við höfum hjólað svo dæmi sé tekið skemmtilegan hjólastíg milli Ólafsvíkur og Hellisands þar sem við hjóluðum í gegnum kríuvarp hluta leiðarinnar. Upplifun sem ég mæli eindregið með. Þessi leið er rétt rúmir 20 km fram og til baka.

Við hjóluðum um Eyjafjörðinn og komum við í jólahúsinu. Þarna er hægt að fara mjög skemmtilegan hring inn fjörðinn að austanverðu inn að Hrafnagili og þaðan út á Akureyri. Þetta er hringur sem er um 33 Km og hjólað um sérlega fallega sveit. Hjólað er á veginum inn fjörðinn en umferð er ekki sérlega mikil en frá Hrafnagili og út á Akureyri er hjólað á hjólastíg. Sjónarhornið sem hjólið býður upp á í þessum hring er einstaklega fallegt.

Í sumar hjólaði ég svo úr Vaðlaheiðinni og út á Grenivík. Þetta er sérlega falleg leið og mæli ég eindregið með henni. Á þessari leið er ekki mikil umferð nema rétt í upphafi og var ég mjög hrifinn. Þessi leið er rétt tæpir 40 km.

Lífsgæðin og útiveran

Eins og sést á þessu er erum við Léttfeti búnir að fara víða og rétt að byrja. Eitt af því sem hefur komið mér einna mest á óvart er að þegar ég sest í hnakkinn og byrja að hjóla er ég algjörlega verkjalaus í líkamanum. Það er stórkostlegt. Það má því segja að hjólreiðarnar hafi ekki bara bætt heilsu mína og gert mig styrkari í daglegu lífi heldur hafa hjólreiðarnar bætt lífsgæði mín til mikilla muna. Munar þar mestu um að útiveran gerir mér gott og það er frábær upplifun að upplifa umhverfi sitt á hjóli.

En ég er ennþá að læra og sem dæmi þarf ég að passa mig að missa mig ekki í gleðinni og ákafanum eins og ég gerði í maí. Sígandi lukka er best stendur einhversstaðar skrifað og það á vel við hér.

Niðurstaðan eftir árið

Mín niðurstaða eftir árið er semsagt þessi. Rafhjólreiðar henta hjartafólki og öllum þeim sem búa við skerta líkamlega getur og eða stoðkerfisvandamál fullkomlega.       

Mig hlakkar til að halda áfram að hjóla og sé fyrir mér að hjóla fyrir hjartað um ókomna tíð og það verði ekki árstíðabundið heldur komi ég og aðrir til með að hjóla fyrir hjartað allt árið eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Einnig ætla ég að halda áfram að skrifa um þetta hjólabrölt mitt hér á hjartalif.is

Verum góð við hvort annað og njótum þess að hjóla um borg og bý.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-