-Auglýsing-

Hjartveik börn svikin

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, tapaði 28 milljónum á bankahruninu en styrktarsjóður félagsins var ávaxtaður í peningamarkaðsbréfum Landsbankans. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnar sjóðsins, segir tapið ófyrirgefanlegt.

Meðal þeirra sem hafa notið góðs af sjóðnum er hin sex ára gamla Anney Birta Jóhannesdóttir sem farið hefur í sex hjartaaðgerðir, þá fyrstu aðeins tíu dögum eftir að hún fæddist. Guðrún Bergmann Franzdóttir er móðir Anneyjar og jafnframt formaður stjórnar Neistans. Eftir fyrstu aðgerðina sem Anney fór í leituðu foreldrar hennar til sjóðsins. „Þessi sjóður er bráðnauðsynlegur,“ segir hún.

Guðrún Pétursdóttir er formaður stjórnar Styrktarsjóðs hjartveikra barna. Hún er mjög ósátt við hve sjóðirnir hafa rýrnað í bankahruninu því fullyrt var við stjórnarmenn að sjóðirnir væru öruggir. „Mér finnst þetta ófyrirgefanlegt. Öll vinna í tengslum við styrktarsjóðinn er unnin í sjálfboðavinnu. Neistinn hefur safnað hverri krónu frá velunnurum þeirra sem eiga um sárt að binda, og það tók tólf ár að koma sjóðnum í níutíu milljónir. Það er sárt að horfa á sjóðinn fara svona, því það bitnar beint á skjólstæðingum hans, hjartveikum börnum,“ segir Guðrún Pétursdóttir.

www.dv.is 09.12.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-