-Auglýsing-

Hjartastopp á þorrablóti

Jónína Sigríður Elíasdóttir, sem af þeim er hana þekkja kalla Nonnu, dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri á góðum batavegi, eftir að hafa fengið hjartastopp á Þorrablóti Norður Héraðs á Brúarási.

,,Mér líður mjög vel eftir atvikum” segir Jónína við blaðamann sem hitti hana á sjúkrahúsinu í dag.  ,,Það var við upphaf skemmtiatriðana á Þorrablótinu þar sem ég var að syngja þorrablótstexta að ég fékk krampakast og hné niður. Í framhaldi af því lenti ég í hjartastoppi og andnauð.  Ég var mjög heppin að það var rétt fólk á réttum stað, gestir á blótinu sem brugðust hárrétt við og björguðu lífi mínu. Þarna voru tveir hjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar, ásamt sjúkrabílstjóra sem gerðu það sem gera þurfti, beittu mig hjartahnoði og blésu í mig þar til lögreglan kom á staðinn frá Egilsstöðum eftir 18 til 20 mínútur með hjartastuðtæki og sjúkrabíllinn 5 mínútum síðar.  Ég fór aftur í gang við fyrsta stuð frá hjartastuðtækinu og var síðan flutt í Egilsstaði þar sem svæfingalæknir kom til móts við mig frá Eskifirði og ég var flutt sofandi til Akureyrar með flugvél sem fór í loftið klukkan 23:30, rúmlega þremur tímum eftir að ég hné niður” segir Jónína.

,,Það hefði breytt öllu ef það hefði verið til hjartastuðtæki í Brúarási, svoleiðis tæki eru til í Íþróttahúsinu og Barnaskólanum á Egilsstöðum að því ég best veit, en ekki í fjölnota sölunum á Brúarási og í Fellabæ.  Þatta hefði getað farið verr, en allt fór vel vegna þessa kunnáttufólks sem var statt á staðnum og bjargaði lífi mínu eins og ég sagði áðan” segir Jónina.

,,Ég hef fengið krampaköst áður, en ekki hjartastopp, nú kom í ljós að það sem veldur þessum krampaköstum er erfðagalli í hjarta, sem í þessu tilfelli endaði í hjartastoppi.   Afleiðingarnar af þessu áfalli eru hverfandi að því er séð verður á þessari stundu.  Ég man að vísu ekkert síðustu tvo dagana áður en ég hneig niður á blótinu laugardaginn 27. febrúar þar til næsta miðvikudag eða fimmtudag 3. og 4. mars.  Mér var haldið sofandi frá því ég hné niður fram á þriðjudag en man ekki eftir einum til tveimur dögum eftir að ég vaknaði. Ég losnaði síðan af gjörgæslu sunnudaginn 7. mars” segir Jónína.

,,Ég verð flutt suður næsta þriðjudag þar sem ég fer í aðgerð þar sem settur verður í mig svokallaður ,,Bjargráður” sem er svipað tæki og hjartagangráður.  Bjargráðurinn safnar upplýsingum um hjartað og gang þess og leiðréttir ef það verða hjartsláttartruflanir sem valda þessum krampaköstum. Ég átti ekki að fara í þesa aðgerð fyrr en eftir hálfan mánuð en þar sem batinn er mun hraðari en læknar reiknuðu með, var hægt að flýta þessu” segir Jónína.

Jónína þakkar þann mikla stuðning sem hún hefur fundið í samfélaginu eftir að hún veiktist, þassi stuðningur hefur komið fram í alls konar kveðjum og blómasendingum.

- Auglýsing-

,,Ég finn alveg styrkinn, hef fengið bæði blóm og bangsa á sjúkrabeðið, mér líður mjög vel eftir atvikum en batinn er fyrst og fremst vegna hárréttra viðbragða þess fagfólks sem var á staðnum og byrjaði strax að hnoða”, undirstrikar Jónína Sigríður Elíasdóttir að lokum.

www.austurglugginn.is 11.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-