-Auglýsing-

Hjartaskurðaðgerðum ítrekað frestað – öryggi sjúklinga ógnað

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að ástandið á þjóðarsjúkrahúsinu er alvarlegt. Á hverjum degi er öryggi sjúklinga ógnað og ástandið grafalvarlegt. Í síðustu viku birtist grein á vísi.is sem vakti athygli. Hér er fróðleg umfjöllun Rúv um málið.

Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir


Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, segir að ítrekað þurfi að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum vegna álags á spítalanum. Hann segir stöðuna á gjörgæsludeild vera hörmulega og aðeins sé tímaspursmál hvenær sjúklingur láti lífið vegna langrar biðar eftir skurðaðgerð.

„Hörmulegt ástand núna“

„Þetta er náttúrulega hörmulegt ástand núna,“ sagði Tómas í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1 í dag.

„Það er bara eins og þjóðarskútan sigli í einhverjum svona lága gír,“ segir Tómas. Þá segir hann að biðin eftir nýjum heilbrigðisráðherra og uppsögn forstjóra Landspítala bæti ekki ástandið. „Það er bara dálítið vonleysi upp á spítala núna.“

Þannig þú stendur bara frammi fyrir því að það sé búið undirbúa sjúklinga, þeir eigi von á því að komast í aðgerð sem geti bjargað lífi þeirra og þú þarft að segja við þau: Því miður við getum ekki skorið þig upp?

„Já, núna síðast í morgun,“ segir Tómas.

- Auglýsing-

„Ég veit þetta veldur fólki áhyggjum, bæði sjúklingum sem eru að bíða eftir aðgerð og aðstandendum þeirra. En það væri óábyrgt af mér að ekki segja frá stöðunni eins og hún er núna. Vegna þess að við verðum að leysa þetta,“ segir Tómas.

Sumum finnist þetta væl

„Auðvitað er mörgum sem finnst þetta vera væl. Eins og þegar það var verið að fjalla um jarðskjálfta í Bárðarbungu, hvað er enn einn jarðskjálftinn?“ segir Tómas.

Hann ítrekar þó að ástandið sé þungt og bitni bæði á sjúklingum og starfsfólki. Þá telji hann óábyrgt að segja ekki frá stöðunni.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Tómas í heild sinni 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-